Okkur líður öllum illa Leifur Finnbogason skrifar 21. apríl 2020 10:00 Á tímum Covid er ekkert eðlilegt. Lífið gengur ekki sinn vanagang, við förum ekki í gegnum daglegt líf áhyggjulaus – öll veraldleg samskipti krefjast varúðar. Við sitjum heima og sjáum í hillingum rútínur sem okkur þóttu áður sjálfsagðar. Það verður ekki af því skafið að lífið er erfitt þessa stundina, nú þegar Covid varpar skugga sínum á alla lífsins anga. Flest öll höfum við þurft að gjörbreyta okkar venjum og lífsstíl. Þó við höfum það mun betur þessa stundina en mörg önnur lönd þá hefur það eingöngu tekist með samstilltu átaki þjóðarinnar og þeirri fórn sem við höfum fært – að segja skilið við daglegt líf. Við í Nemendafélagi Háskólans á Bifröst gerðum könnun meðal okkar félagsmanna nú fyrir stuttu til að reyna að gera okkur grein fyrir aðstæðum þeirra og líðan á þessum fordæmalausu tímum. Niðurstöðurnar voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Þær voru jákvæðar að því leyti að almennt fundu nemendur ekki fyrir miklum kvíða eða áhyggjum af sínu námi fyrir „ástandið“ svokallaða. Þær voru neikvæðar að því leyti að það gjörbreyttist þegar ástandið skall á. Nú búum við á Bifröst vel að því leytinu að allt okkar nám er í boði í fjarnámi, svo framsetning námsins breyttist ekkert. Nemendur skólans eru flestir í fullri vinnu og þekkja það vel að vinna undir álagi – annað er ekki hægt þegar bæði nám og vinna eru stunduð af krafti. Nemendur hafa þó getað skipulagt tíma sinn mánuði fram í tímann, vitað hvenær (og hvort) þau þurfa frí frá vinnu vegna námstarna, hafa getað prófað sig áfram með ryþma í námsvenjum og fundið hvað hentar þeim, og svo framvegis. Nú þegar fótunum var kippt undan því er skiljanlegt að áfallið hafi verið mikið. Sumir komast ekki út að læra og eiga erfitt með að læra á heimilum sínum, sumir hafa minni frið en áður vegna krakkanna sinna (sem nú eru meira heima við en áður), sumir vinna miklu meira en þeir myndu gera undir venjulegum kringumstæðum. Hvernig sem samsetning daglegs lífs annars er hjá nemendum þessa dagana þá hafa flestir annað hvort minni tíma eða einbeitingu í nám – eða bæði. Öll viljum við gera vel – það skráir sig enginn í nám með það að markmiði að ganga illa í námi. Þegar fótunum er kippt undan námsvenjum er því skiljanlegt að fólk upplifi ótta og óvissu um sína nánustu námsframtíð. Þegar við þurfum öll að gæta varúðar í okkar daglega lífi þá er einnig skiljanlegt að kvíði og ótti aukist í samfélaginu – hvort sem við erum námsmenn eða ekki. Við í Nemendafélagi Háskólans á Bifröst erum ekki eina stúdentafélagið til að hafa gert könnun meðal okkar félagsmanna um líðan og aðstæður á tímum Covid og niðurstöðurnar ríma allar – námsmönnum líður illa þessa stundina. Þetta samsvarar sér í tölum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem kemur fram að símtölum vegna ótta, kvíða, óróleika, spennu eða áhyggna hefur fjölgað umtalsvert. Samfélaginu virðist líða illa. Það kemur eflaust engum á óvart í ljósi samfélagslegra aðstæðna, en það er engu að síður tilefni til áhyggna. Þó við vitum eflaust öll að okkur líði flestum illa, þá gagnast engum að þegja um það. Við þurfum að samþykkja það – gera það opinbert. Það er full ástæða til að gera mikið úr líðan og geðheilsu á þessum síðustu og verstu tímum. Það er þó með öllu skiljanlegt að umræðan hafi ekki opnast upp á gátt í ástandinu – þó það hafi vissulega verið komið inn á það og að covid.is bjóði upp á leiðbeiningar um hvert skal snúa sér, finni fólk fyrir einhvers konar vanlíðan. Það er ekki hefð fyrir opinni umræðu um geðheilsu í samfélaginu, þó það hafi verið stór skref stigin á þessari öld. Mörg hver viljum við heldur ekki kveinka okkur um of, þá sérstaklega í ljósi þess að það „segir sig sjálft“ að það sé mikil vanlíðan í samfélaginu þessa dagana – og því ekkert „sérstakt“ við að líða illa. Öll getum við þó eflaust samþykkt að okkur gengur yfirleitt betur í lífinu – hvort sem er í einkalífi, námi eða í starfi – þegar okkur líður vel. Það er því ekki eingöngu lýðheilsumál að fólki líði eins vel og hægt er, heldur er það einnig mikilvægt fyrir framleiðni í samfélaginu – en það er þekkt að framleiðni í íslensku hagkerfi er mun minni en við væri að búast, þegar tekið er mark af því hvað Íslendingar vinna mikið. Manneskja sem líður vel (köllum hana manneskju A) skilar meiri afköstum en manneskja sem líður illa (köllum hana manneskju 1). Það er ekki vegna þess að manneskja A er endilega duglegri eða frá náttúrunnar hendi „betri“ í sínu starfi en manneskja 1 – það er vegna þess að manneskja A á auðveldara með að einbeita sér að sínum verkefnum. Það er því landinu mikilvægt að sem flestum líði sem best – þannig náum við því besta úr landi og þjóð. Til þess þarf að venjubinda umræðu um geðheilsu – og það næst ekki nema með því að fjalla um geðheilsu á öllum skólastigum. Við þurfum að læra að takast á við geðheilsuvandamál frá unga aldri – öðruvísi nást ekki fram breytingar í samfélaginu. Á háskólastigi er verið að stíga skref í rétta átt, og einhverjir háskólar landsins eru farnir að bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur sína. Í ljósi könnunarinnar sem við framkvæmdum getum við á Bifröst ekki sérstaklega krafist þess að skólinn ráði til sín sálfræðing í venjulegu árferði – bæði þá er skólinn ekki fjölmennur og nemendur almennt ekki með miklar áhyggjur eða kvíða. Það hefði þó verið mjög mikilvægt fyrir nemendur ef þeir hefðu getað gengið að því úrræði núna – með fullri virðingu fyrir okkar frábæra námsráðgjafa, sem hefur gert sitt besta til að aðstoða nemendur á þessum erfiðu tímum. Stoðirnar þurfa að vera til staðar þegar á bjátar – og stoðirnar verða ekki reistar á krísutímum. Á krísutímum reisum við neyðargáma, sem endast ekki nema út krísuna. Það má heldur ekki gleyma að hugsa um þá sem upplifðu áhyggjur eða kvíða í venjulegu árferði – þeirra líðan er líka mikilvæg, þó það sé ekki meirihluti nemenda við skólann. Háskólanemendur eru margir hverjir undir miklu álagi. Það er ekki í sjálfu sér neikvætt, þar sem álag er hluti af lífinu og enginn lærir að takast á við álag nema með reynslunni. Enginn lærir þó að takast á við álag ef álagið er hreinlega of mikið og stendur yfir of lengi. Álag á háskólanemendur – og nemendur almennt – ætti því ekki að vera of mikið, of lengi. Að vissu leyti þá endurspeglar skólakerfið þá hugsjón að nemendur þurfi að læra að takast á við álag – álag á nemendur eykst jafnt og þétt með hverjum bekk í grunnskóla, og svo jafnt og þétt í menntaskóla, þar til komið er á háskólastig, þar sem álagið er mest. Það sem vantar þó inn í þessa jöfnu er að þegar komið er í háskóla þá hafa flestir nemendur meira að hugsa um en bara námið. Margir háskólanemendur eru með fjölskyldur, eða stofna fjölskyldur á meðan þeir eru í námi – margir háskólanemendur vinna með námi, og þurfa því að dreifa álaginu. Margir háskólanemendur þurfa líka að takast á við fjárhagserfiðleika á meðan á námi stendur – fæstir nemendur hafa efni á því að vinna ekki með námi. Allt eykur þetta á álagið sem fylgir námi, og með auknu álagi er erfiðara að takast á við andans mál, og erfiðara að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Þá sérstaklega þegar álag daglegs lífs eykst umtalsvert þegar skrefið er stigið frá menntaskóla og upp í háskóla. Í þessu samhengi er ég svo sem ekki að skrifa sem fulltrúi nemenda við Háskólann á Bifröst – flestir nemendur skólans eru yfir þrítugt og búnir að koma sér fyrir í lífinu, og hafa þurft að læra að takast á við álag áður en þeir skrá sig í nám við skólann, eingöngu með því að hafa þurft að koma sér fyrir í lífinu. Það breytir því ekki að aðstæður nemenda geta snöggbreyst – og þá er mikilvægt að stoðir séu til staðar til að hjálpa nemendum að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Sjálfur get ég ekki sagt að ég hafi verið besta útgáfan af sjálfum mér í mínu námi, og það hefur klárlega haft sín áhrif – þó ég sé ekki ósáttur við mína meðaleinkunn þá veit ég að hún gæti verið betri. Það er einfaldlega vegna þess að ég hef verið þunglyndur allt mitt líf, eða í öllu falli síðan ég man eftir mér í einelti grunnskólagöngunnar, og það breyttist ekki við það eitt að ég hafi skráð mig í háskóla. Nú eru eflaust einhverjir sem skilja hvers vegna greinin hefur þann titil sem hún hefur. Ég er þunglyndur og hef þess vegna ekki heilbrigt geð. Ég er veikur á geði – og það er ekkert til að skammast sín yfir, hver svo sem veikindin eru – og sama hvort þau séu líkamleg eða andleg. Svo ég snúi mér aftur að skólagöngu minni þá gekk hún þó best á fyrsta námsárinu, en á öðru árinu var ég plataður í Nemendafélagið sem hagsmunafulltrúi og fyrir tæpu ári var ég svo plataður í að bjóða mig fram sem formaður. Það er mikil ábyrgðarstaða að vera formaður heildarsamtaka nemenda og að mörgu að gæta. Það er, í tilfelli Bifrastar allavega, líka launalaus staða. Til þess að geta þó sinnt starfinu eins vel og ég mögulega gat minnkaði ég mikið við mig í aukavinnu, og hef því haft fjárhagsáhyggjur til viðbótar við námsálag og þá ábyrgðarstöðu sem formannsstaða Nemendafélagsins er. Mín námsframvinda gekk áfallalaust út annað árið mitt, og að öllu óbreyttu hefði ég átt að útskrifast um síðastliðin jól. Það gekk þó ekki eftir og nú á ég enn eftir að skrifa lokaritgerð og skila, þó það muni á endanum hafast, og vonandi í vor. Það er mér þó dagljóst að ég væri þegar útskrifaður ef ég hefði látið Nemendafélagið í friði. Álagið hefur verið of mikið til að ég geti sinnt námi, vinnu og tímafrekum félags- og gæðastörfum, svo ég setti Nemendafélagið í forgang og lét annað mæta afgangi. Fjárhagurinn hefur verið of slæmur til að leita til tannlæknis að láta fjarlægja endajaxl sem vafði sig líklega um taug nú í vetur, hvað þá til að ég hafi leitað til sálfræðings. Ég skrifa þetta ekki til að leita samúðar, heldur eingöngu til að sýna fram á að við þurfum að geta forgangsraðað álagi þegar á reynir – og líf háskólanema eru yfirleitt of margskipt til að það sé auðvelt að forgangsraða álagi, þá sérstaklega þegar geðheilsan er ekki frábær fyrir. Það er heldur ekki sjálfsagt að álaginu sé forgangsraðað rétt – hefði ég til dæmis átt að láta félagsstörf vera? Það hefði að öllum líkindum verið besta niðurstaðan fyrir mig sjálfan. En ég tók þau að mér og þarf að sinna þeim skyldum sem því fylgja, og láta það ganga upp með öðru sem á gengur í mínu lífi. Aðstæður háskólanemenda eru jafnólíkar og nemendurnir eru ólíkir, og aldrei að vita hvernig þeir forgangsraða sínu álagi og hverjar ástæðurnar þar að baki séu. Nemendur þurfa að geta forgangsraðað sínu álagi til að ná því besta út úr sér í sínu námi, sem gagnast Íslandi í heild – þá eru landsmenn betur menntaðir. Það gagnast engum að háskólanemar brenni út og „krassi“ út á vinnumarkaðinn, óánægð með sjálf sig og sínar aðstæður – og ekki besta útgáfan af sjálfu sér. Herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta – Geðveikt álag – er frábært framtak efnilegra þjóðfélagsþegna – og ég tel sjálfur að framtíðin sé björt ef unga fólkið okkar er allt á sömu blaðsíðu og það góða fólk. Höfundur er formaður Nemendafélags Háskólans á Bifröst. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) Skrifaðu undir ákall samtakanna hér: http://chng.it/fgyGvyPhfv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á tímum Covid er ekkert eðlilegt. Lífið gengur ekki sinn vanagang, við förum ekki í gegnum daglegt líf áhyggjulaus – öll veraldleg samskipti krefjast varúðar. Við sitjum heima og sjáum í hillingum rútínur sem okkur þóttu áður sjálfsagðar. Það verður ekki af því skafið að lífið er erfitt þessa stundina, nú þegar Covid varpar skugga sínum á alla lífsins anga. Flest öll höfum við þurft að gjörbreyta okkar venjum og lífsstíl. Þó við höfum það mun betur þessa stundina en mörg önnur lönd þá hefur það eingöngu tekist með samstilltu átaki þjóðarinnar og þeirri fórn sem við höfum fært – að segja skilið við daglegt líf. Við í Nemendafélagi Háskólans á Bifröst gerðum könnun meðal okkar félagsmanna nú fyrir stuttu til að reyna að gera okkur grein fyrir aðstæðum þeirra og líðan á þessum fordæmalausu tímum. Niðurstöðurnar voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Þær voru jákvæðar að því leyti að almennt fundu nemendur ekki fyrir miklum kvíða eða áhyggjum af sínu námi fyrir „ástandið“ svokallaða. Þær voru neikvæðar að því leyti að það gjörbreyttist þegar ástandið skall á. Nú búum við á Bifröst vel að því leytinu að allt okkar nám er í boði í fjarnámi, svo framsetning námsins breyttist ekkert. Nemendur skólans eru flestir í fullri vinnu og þekkja það vel að vinna undir álagi – annað er ekki hægt þegar bæði nám og vinna eru stunduð af krafti. Nemendur hafa þó getað skipulagt tíma sinn mánuði fram í tímann, vitað hvenær (og hvort) þau þurfa frí frá vinnu vegna námstarna, hafa getað prófað sig áfram með ryþma í námsvenjum og fundið hvað hentar þeim, og svo framvegis. Nú þegar fótunum var kippt undan því er skiljanlegt að áfallið hafi verið mikið. Sumir komast ekki út að læra og eiga erfitt með að læra á heimilum sínum, sumir hafa minni frið en áður vegna krakkanna sinna (sem nú eru meira heima við en áður), sumir vinna miklu meira en þeir myndu gera undir venjulegum kringumstæðum. Hvernig sem samsetning daglegs lífs annars er hjá nemendum þessa dagana þá hafa flestir annað hvort minni tíma eða einbeitingu í nám – eða bæði. Öll viljum við gera vel – það skráir sig enginn í nám með það að markmiði að ganga illa í námi. Þegar fótunum er kippt undan námsvenjum er því skiljanlegt að fólk upplifi ótta og óvissu um sína nánustu námsframtíð. Þegar við þurfum öll að gæta varúðar í okkar daglega lífi þá er einnig skiljanlegt að kvíði og ótti aukist í samfélaginu – hvort sem við erum námsmenn eða ekki. Við í Nemendafélagi Háskólans á Bifröst erum ekki eina stúdentafélagið til að hafa gert könnun meðal okkar félagsmanna um líðan og aðstæður á tímum Covid og niðurstöðurnar ríma allar – námsmönnum líður illa þessa stundina. Þetta samsvarar sér í tölum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem kemur fram að símtölum vegna ótta, kvíða, óróleika, spennu eða áhyggna hefur fjölgað umtalsvert. Samfélaginu virðist líða illa. Það kemur eflaust engum á óvart í ljósi samfélagslegra aðstæðna, en það er engu að síður tilefni til áhyggna. Þó við vitum eflaust öll að okkur líði flestum illa, þá gagnast engum að þegja um það. Við þurfum að samþykkja það – gera það opinbert. Það er full ástæða til að gera mikið úr líðan og geðheilsu á þessum síðustu og verstu tímum. Það er þó með öllu skiljanlegt að umræðan hafi ekki opnast upp á gátt í ástandinu – þó það hafi vissulega verið komið inn á það og að covid.is bjóði upp á leiðbeiningar um hvert skal snúa sér, finni fólk fyrir einhvers konar vanlíðan. Það er ekki hefð fyrir opinni umræðu um geðheilsu í samfélaginu, þó það hafi verið stór skref stigin á þessari öld. Mörg hver viljum við heldur ekki kveinka okkur um of, þá sérstaklega í ljósi þess að það „segir sig sjálft“ að það sé mikil vanlíðan í samfélaginu þessa dagana – og því ekkert „sérstakt“ við að líða illa. Öll getum við þó eflaust samþykkt að okkur gengur yfirleitt betur í lífinu – hvort sem er í einkalífi, námi eða í starfi – þegar okkur líður vel. Það er því ekki eingöngu lýðheilsumál að fólki líði eins vel og hægt er, heldur er það einnig mikilvægt fyrir framleiðni í samfélaginu – en það er þekkt að framleiðni í íslensku hagkerfi er mun minni en við væri að búast, þegar tekið er mark af því hvað Íslendingar vinna mikið. Manneskja sem líður vel (köllum hana manneskju A) skilar meiri afköstum en manneskja sem líður illa (köllum hana manneskju 1). Það er ekki vegna þess að manneskja A er endilega duglegri eða frá náttúrunnar hendi „betri“ í sínu starfi en manneskja 1 – það er vegna þess að manneskja A á auðveldara með að einbeita sér að sínum verkefnum. Það er því landinu mikilvægt að sem flestum líði sem best – þannig náum við því besta úr landi og þjóð. Til þess þarf að venjubinda umræðu um geðheilsu – og það næst ekki nema með því að fjalla um geðheilsu á öllum skólastigum. Við þurfum að læra að takast á við geðheilsuvandamál frá unga aldri – öðruvísi nást ekki fram breytingar í samfélaginu. Á háskólastigi er verið að stíga skref í rétta átt, og einhverjir háskólar landsins eru farnir að bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur sína. Í ljósi könnunarinnar sem við framkvæmdum getum við á Bifröst ekki sérstaklega krafist þess að skólinn ráði til sín sálfræðing í venjulegu árferði – bæði þá er skólinn ekki fjölmennur og nemendur almennt ekki með miklar áhyggjur eða kvíða. Það hefði þó verið mjög mikilvægt fyrir nemendur ef þeir hefðu getað gengið að því úrræði núna – með fullri virðingu fyrir okkar frábæra námsráðgjafa, sem hefur gert sitt besta til að aðstoða nemendur á þessum erfiðu tímum. Stoðirnar þurfa að vera til staðar þegar á bjátar – og stoðirnar verða ekki reistar á krísutímum. Á krísutímum reisum við neyðargáma, sem endast ekki nema út krísuna. Það má heldur ekki gleyma að hugsa um þá sem upplifðu áhyggjur eða kvíða í venjulegu árferði – þeirra líðan er líka mikilvæg, þó það sé ekki meirihluti nemenda við skólann. Háskólanemendur eru margir hverjir undir miklu álagi. Það er ekki í sjálfu sér neikvætt, þar sem álag er hluti af lífinu og enginn lærir að takast á við álag nema með reynslunni. Enginn lærir þó að takast á við álag ef álagið er hreinlega of mikið og stendur yfir of lengi. Álag á háskólanemendur – og nemendur almennt – ætti því ekki að vera of mikið, of lengi. Að vissu leyti þá endurspeglar skólakerfið þá hugsjón að nemendur þurfi að læra að takast á við álag – álag á nemendur eykst jafnt og þétt með hverjum bekk í grunnskóla, og svo jafnt og þétt í menntaskóla, þar til komið er á háskólastig, þar sem álagið er mest. Það sem vantar þó inn í þessa jöfnu er að þegar komið er í háskóla þá hafa flestir nemendur meira að hugsa um en bara námið. Margir háskólanemendur eru með fjölskyldur, eða stofna fjölskyldur á meðan þeir eru í námi – margir háskólanemendur vinna með námi, og þurfa því að dreifa álaginu. Margir háskólanemendur þurfa líka að takast á við fjárhagserfiðleika á meðan á námi stendur – fæstir nemendur hafa efni á því að vinna ekki með námi. Allt eykur þetta á álagið sem fylgir námi, og með auknu álagi er erfiðara að takast á við andans mál, og erfiðara að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Þá sérstaklega þegar álag daglegs lífs eykst umtalsvert þegar skrefið er stigið frá menntaskóla og upp í háskóla. Í þessu samhengi er ég svo sem ekki að skrifa sem fulltrúi nemenda við Háskólann á Bifröst – flestir nemendur skólans eru yfir þrítugt og búnir að koma sér fyrir í lífinu, og hafa þurft að læra að takast á við álag áður en þeir skrá sig í nám við skólann, eingöngu með því að hafa þurft að koma sér fyrir í lífinu. Það breytir því ekki að aðstæður nemenda geta snöggbreyst – og þá er mikilvægt að stoðir séu til staðar til að hjálpa nemendum að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Sjálfur get ég ekki sagt að ég hafi verið besta útgáfan af sjálfum mér í mínu námi, og það hefur klárlega haft sín áhrif – þó ég sé ekki ósáttur við mína meðaleinkunn þá veit ég að hún gæti verið betri. Það er einfaldlega vegna þess að ég hef verið þunglyndur allt mitt líf, eða í öllu falli síðan ég man eftir mér í einelti grunnskólagöngunnar, og það breyttist ekki við það eitt að ég hafi skráð mig í háskóla. Nú eru eflaust einhverjir sem skilja hvers vegna greinin hefur þann titil sem hún hefur. Ég er þunglyndur og hef þess vegna ekki heilbrigt geð. Ég er veikur á geði – og það er ekkert til að skammast sín yfir, hver svo sem veikindin eru – og sama hvort þau séu líkamleg eða andleg. Svo ég snúi mér aftur að skólagöngu minni þá gekk hún þó best á fyrsta námsárinu, en á öðru árinu var ég plataður í Nemendafélagið sem hagsmunafulltrúi og fyrir tæpu ári var ég svo plataður í að bjóða mig fram sem formaður. Það er mikil ábyrgðarstaða að vera formaður heildarsamtaka nemenda og að mörgu að gæta. Það er, í tilfelli Bifrastar allavega, líka launalaus staða. Til þess að geta þó sinnt starfinu eins vel og ég mögulega gat minnkaði ég mikið við mig í aukavinnu, og hef því haft fjárhagsáhyggjur til viðbótar við námsálag og þá ábyrgðarstöðu sem formannsstaða Nemendafélagsins er. Mín námsframvinda gekk áfallalaust út annað árið mitt, og að öllu óbreyttu hefði ég átt að útskrifast um síðastliðin jól. Það gekk þó ekki eftir og nú á ég enn eftir að skrifa lokaritgerð og skila, þó það muni á endanum hafast, og vonandi í vor. Það er mér þó dagljóst að ég væri þegar útskrifaður ef ég hefði látið Nemendafélagið í friði. Álagið hefur verið of mikið til að ég geti sinnt námi, vinnu og tímafrekum félags- og gæðastörfum, svo ég setti Nemendafélagið í forgang og lét annað mæta afgangi. Fjárhagurinn hefur verið of slæmur til að leita til tannlæknis að láta fjarlægja endajaxl sem vafði sig líklega um taug nú í vetur, hvað þá til að ég hafi leitað til sálfræðings. Ég skrifa þetta ekki til að leita samúðar, heldur eingöngu til að sýna fram á að við þurfum að geta forgangsraðað álagi þegar á reynir – og líf háskólanema eru yfirleitt of margskipt til að það sé auðvelt að forgangsraða álagi, þá sérstaklega þegar geðheilsan er ekki frábær fyrir. Það er heldur ekki sjálfsagt að álaginu sé forgangsraðað rétt – hefði ég til dæmis átt að láta félagsstörf vera? Það hefði að öllum líkindum verið besta niðurstaðan fyrir mig sjálfan. En ég tók þau að mér og þarf að sinna þeim skyldum sem því fylgja, og láta það ganga upp með öðru sem á gengur í mínu lífi. Aðstæður háskólanemenda eru jafnólíkar og nemendurnir eru ólíkir, og aldrei að vita hvernig þeir forgangsraða sínu álagi og hverjar ástæðurnar þar að baki séu. Nemendur þurfa að geta forgangsraðað sínu álagi til að ná því besta út úr sér í sínu námi, sem gagnast Íslandi í heild – þá eru landsmenn betur menntaðir. Það gagnast engum að háskólanemar brenni út og „krassi“ út á vinnumarkaðinn, óánægð með sjálf sig og sínar aðstæður – og ekki besta útgáfan af sjálfu sér. Herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta – Geðveikt álag – er frábært framtak efnilegra þjóðfélagsþegna – og ég tel sjálfur að framtíðin sé björt ef unga fólkið okkar er allt á sömu blaðsíðu og það góða fólk. Höfundur er formaður Nemendafélags Háskólans á Bifröst. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) Skrifaðu undir ákall samtakanna hér: http://chng.it/fgyGvyPhfv
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun