Vonir um hjarðónæmi óraunsæjar: Aðeins um 2 prósent allra hafa myndað mótefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 23:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. EPA/SALVATORE DI NOLFI Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08