Aflétta hertum aðgerðum í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 15:43 Þingeyri er eitt af þeim þorpum þar sem slakað verður á hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Egill Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira