Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 15:58 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að 42 ára gömul kona hefði látist innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í síðustu viku. Til skoðunar sé hvort að álag vegna kórónuveirufaraldursins hafi átt þátt í því. Páll sagðist ekki geta tjáð sig um mál sem væri í skoðun þegar hann var spurður út í lát konunnar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Það teldist alvarlegt atvik og hefði verið tilkynnt landlækni. Alma Möller, landlæknir, sagði alvarleg atvik koma upp og að oft tengdust þau álagi á heilbrigðisstofnunum en ekki alltaf. Það yrði ekki ljóst fyrr en farið yrði ofan í kjölinn á atvikinu. Samkvæmt RÚV var konan flutt á bráðamóttökuna með sjúkrabíl á fimmtudag en hún var þá talin með sýkingu í blóði. Hún hafi verið orðin máttvana og átt erfitt með gang og að hreyfa hendur. Hún hafi verið send heim í hjólastól nokkrum klukkustundum eftir komuna á bráðamóttökuna. Hún hafi andast á heimili sínu morguninn eftir. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að 42 ára gömul kona hefði látist innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í síðustu viku. Til skoðunar sé hvort að álag vegna kórónuveirufaraldursins hafi átt þátt í því. Páll sagðist ekki geta tjáð sig um mál sem væri í skoðun þegar hann var spurður út í lát konunnar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Það teldist alvarlegt atvik og hefði verið tilkynnt landlækni. Alma Möller, landlæknir, sagði alvarleg atvik koma upp og að oft tengdust þau álagi á heilbrigðisstofnunum en ekki alltaf. Það yrði ekki ljóst fyrr en farið yrði ofan í kjölinn á atvikinu. Samkvæmt RÚV var konan flutt á bráðamóttökuna með sjúkrabíl á fimmtudag en hún var þá talin með sýkingu í blóði. Hún hafi verið orðin máttvana og átt erfitt með gang og að hreyfa hendur. Hún hafi verið send heim í hjólastól nokkrum klukkustundum eftir komuna á bráðamóttökuna. Hún hafi andast á heimili sínu morguninn eftir.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira