Aðstandendur fá ekki að fylgja með í keisaraskurð Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 15:45 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að tekin hefði verið ákvörðun í hádeginu um að leyfa aðstandendum ekki lengur að fylgja konum í keisaraskurð á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ekki standi til að breyta fyrirkomulagi varðandi hefðbundnar fæðingar að sinni en áfram er brýnt fyrir aðstandendum að koma ekki á spítalanna hafi þeir minnstu einkenni veikinda. „Það eru að minnsta kosti átta starfsmenn sem þurfa að vera viðstaddir á skurðstofunni og í miklu návígi við konuna og aðstandanda ef hann er viðstaddur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans, nánar um ástæður ákvörðunarinnar varðandi keisaraskurð. Maki eða aðstandandi fái að koma einn að heimsækja konu og barn þegar hún er komin aftur á deildina. Smitaðar konur noti maska þegar þær gefa barni brjóst Áður hefur verið gripið til þess að takmarka komu maka eða aðstandenda að sónarskoðun og á göngudeildir. Hulda segir að ekki standi til að breyta þeim aðgerðum að svo stöddu en þær séu í stöðugri endurskoðun á grundvelli ástandsins hverju sinni, hér og erlendis. „Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að vernda starfsemina. Þess vegna höfum við þurft að vera með þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Hulda. Alma Möller, landlæknir, tók fram á upplýsingafundinum að því hafi verið beint til forstjóra heilbrigðistofnana og stóru sjúkrahúsanna að samræma leiðbeiningar sínar fyrir fæðingadeildir. Hulda ítrekaði það sem sóttvarna- og landlæknir hafa áður sagt að þungaðar konur virðist ekki í meiri hættu vegna COVID-19-smits en aðrir, hvorki hvað varðar líkur á að smitast né alvarleika veikinda. Til að verja starfsemi spítalans sé mælt með því að konur sem eru komnar fram yfir 36 viku meðgöngu haldi sig sem mest heima við og viðhafi alla þá smitgát sem almennt er mælt með, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk. Varðandi konur sem eru með barn á brjósti og smitast af COVID-19 sagði Hulda að þær ættu að taka sérstakt tillit til smitgátar, þvo sér vel um hendur og vera helst með maska þegar þær gefa barni brjóst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að tekin hefði verið ákvörðun í hádeginu um að leyfa aðstandendum ekki lengur að fylgja konum í keisaraskurð á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ekki standi til að breyta fyrirkomulagi varðandi hefðbundnar fæðingar að sinni en áfram er brýnt fyrir aðstandendum að koma ekki á spítalanna hafi þeir minnstu einkenni veikinda. „Það eru að minnsta kosti átta starfsmenn sem þurfa að vera viðstaddir á skurðstofunni og í miklu návígi við konuna og aðstandanda ef hann er viðstaddur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans, nánar um ástæður ákvörðunarinnar varðandi keisaraskurð. Maki eða aðstandandi fái að koma einn að heimsækja konu og barn þegar hún er komin aftur á deildina. Smitaðar konur noti maska þegar þær gefa barni brjóst Áður hefur verið gripið til þess að takmarka komu maka eða aðstandenda að sónarskoðun og á göngudeildir. Hulda segir að ekki standi til að breyta þeim aðgerðum að svo stöddu en þær séu í stöðugri endurskoðun á grundvelli ástandsins hverju sinni, hér og erlendis. „Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að vernda starfsemina. Þess vegna höfum við þurft að vera með þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Hulda. Alma Möller, landlæknir, tók fram á upplýsingafundinum að því hafi verið beint til forstjóra heilbrigðistofnana og stóru sjúkrahúsanna að samræma leiðbeiningar sínar fyrir fæðingadeildir. Hulda ítrekaði það sem sóttvarna- og landlæknir hafa áður sagt að þungaðar konur virðist ekki í meiri hættu vegna COVID-19-smits en aðrir, hvorki hvað varðar líkur á að smitast né alvarleika veikinda. Til að verja starfsemi spítalans sé mælt með því að konur sem eru komnar fram yfir 36 viku meðgöngu haldi sig sem mest heima við og viðhafi alla þá smitgát sem almennt er mælt með, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk. Varðandi konur sem eru með barn á brjósti og smitast af COVID-19 sagði Hulda að þær ættu að taka sérstakt tillit til smitgátar, þvo sér vel um hendur og vera helst með maska þegar þær gefa barni brjóst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00