Guðni Bergs bjartsýnn í pistli: Trúir því að á endanum komi út sterkari hreyfing með betri rekstur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 14:30 Guðni Bergsson á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli fyrir leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu sambandsins þar sem hann fer yfir stöðuna og framtíðina hjá íslenskum fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað á meðan samkomubann er í gildi og það má búast við að Íslandsmótinu seinki fram í maí og jafnvel fram í júní. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ hefur brugðist við ástandinu með því að stofna vinnuhóp um um fjármál félaga. Guðni hefur nú skrifað pistil og þar horfir hann bjartsýnn á framhaldið hjá íslenskum fótbolta þrátt fyrri erfiða tíma sem stendur. „Það reynir á reksturinn eins og hjá öðrum en með samstilltum aðgerðum og hjálp opinberra aðila þá komumst við í gegnum þetta. Áður en til faraldursins kom höfðum við haft áhyggjur af rekstri og rekstarumhverfi aðildarfélaganna, en nú þurfti svo sannarlega að bregðast við. Ég trúi því að út úr þessu öllu komi á endanum sterkari hreyfing með betri rekstur og áherslur en áður,“ skrifar Guðni Bergsson. Guðni fer yfir verkefni og viðbrögð sambandsins í pistli sínum en þar kemur fram að KSÍ leggi áherslu á það að upplýsingar um framvindu mála verði birtar reglulega á vef KSÍ. Guðni hefur mikla trú á því að íslenski fótboltinn komi sterkur til baka út úr þessum erfiðu óvissu tímum. „Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda. Við eigum fullt inni sem betur fer, sérstaklega á afrekssviðinu bæði hjá félögunum og KSÍ. Við ætlum okkur að njóta fótboltans áfram innan vallar sem utan og þjóna samfélaginu okkar í leiðinni,“ skrifar Guðni Bergsson en það má sjá allan pistil hans með því að smella hér. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu sambandsins þar sem hann fer yfir stöðuna og framtíðina hjá íslenskum fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað á meðan samkomubann er í gildi og það má búast við að Íslandsmótinu seinki fram í maí og jafnvel fram í júní. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ hefur brugðist við ástandinu með því að stofna vinnuhóp um um fjármál félaga. Guðni hefur nú skrifað pistil og þar horfir hann bjartsýnn á framhaldið hjá íslenskum fótbolta þrátt fyrri erfiða tíma sem stendur. „Það reynir á reksturinn eins og hjá öðrum en með samstilltum aðgerðum og hjálp opinberra aðila þá komumst við í gegnum þetta. Áður en til faraldursins kom höfðum við haft áhyggjur af rekstri og rekstarumhverfi aðildarfélaganna, en nú þurfti svo sannarlega að bregðast við. Ég trúi því að út úr þessu öllu komi á endanum sterkari hreyfing með betri rekstur og áherslur en áður,“ skrifar Guðni Bergsson. Guðni fer yfir verkefni og viðbrögð sambandsins í pistli sínum en þar kemur fram að KSÍ leggi áherslu á það að upplýsingar um framvindu mála verði birtar reglulega á vef KSÍ. Guðni hefur mikla trú á því að íslenski fótboltinn komi sterkur til baka út úr þessum erfiðu óvissu tímum. „Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda. Við eigum fullt inni sem betur fer, sérstaklega á afrekssviðinu bæði hjá félögunum og KSÍ. Við ætlum okkur að njóta fótboltans áfram innan vallar sem utan og þjóna samfélaginu okkar í leiðinni,“ skrifar Guðni Bergsson en það má sjá allan pistil hans með því að smella hér.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira