Íslendingar miklu betur í stakk búnir en áður Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 09:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/VIlhelm Íslendingar eru í stöðu sem þeir hafa aldrei lifað áður. Þó heimsfaraldrar hafi áður átt sér stað hafi þeir verið með öðrum hætti og önnur eins viðbrögð í samfélaginu hafi ekki gerst. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi stöðu mála á Íslandi á tímum heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Meðal þess sem var til umræðu var efnahagskerfið og hvaða áhrif aðgerðirnar gegn faraldrinum hefðu á það. Katrín rifjaði upp að hún hafi verið fyrst kosin á þing árið 2007 og hún hafi upplifað hrunið 2008. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi kreppa. Í fyrsta lagi erum við miklu betur í stakk búin, efnahagslega, með öflugan gjaldeyrisvaraforða og við erum með lægstu vexti í sögunni, svo dæmi sé tekið. Meðan þeir voru roknir upp í 18 prósent haustið 2008,“ sagði Katrín. Hún sagði skuldastöðu heimila og fyrirtækja miklu betri en þá og nú sé staðan sú að allir Íslendingar standi frammi fyrir sama vágestinum. „Þetta er bara utanaðkomandi vágestur sem við vitum öll að enginn getur gert neitt við í raun og veru, annað en að bregðast við,“ sagði Katrín. Katrín var spurð út í það hvernig þríeykið svokallaða var myndað og er þar átt við þau Þórólf, Ölmu og Víði, og sagði hún það hafa verið stefnu yfirvalda að hafa öflugt fagfólk í brúnni sem litið yrði til varðandi leiðbeiningar. „Þau eru auðvitað líka að fóta sig í ástandi sem enginn hefur lent í og er fordæmalaust. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega mikilvægt framlag sem þau hafa lagt fram til samfélagsins og það kannski ekki síst með því að miðla upplýsingum daglega,“ sagði Katrín. Hlusta má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Klippa: Bítið - Katrín Jakobsdóttir Varðandi aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum sagði hún Íslendinga hafa farið eftir áherslum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Það er að greina. Við höfum greint, hlutfallslega, miklu meira á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Við erum að rekja smit og það er kannski það sem er eitt það mikilvægasta. Vegna þess að við erum eyland og við erum lítið land, þá getum við rakið smit,“ sagði Katrín. Hún hrósaði smitrakningateyminu fyrir störf sín og nefndi að verið væri að beita sóttkví hér á landi. Enn sem komið er hefði meirihluti smita greinst í fólki í sóttkví. Það væri stór liður í því að hægja á útbreiðslu veirunnar. Katrín sagði einnig að margir hefðu sýnt ótrúlegt frumkvæði í þessum faraldri og nefndi sérstaklega Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu. „Þetta finnst mér sýna það að fólk vill gera samfélaginu gott,“ sagði Katrín. Hún nefndi einnig gjöf frá Íslendingum í Bandaríkjunum, fyrirtæki sem væru að leggja sitt af mörkum og fleira. Frábært fólk í heilbrigðiskerfinu Varðandi heilbrigðiskerfið sagði Katrín að faraldurinn hefði sýnt að við Íslendingar ættum þar frábært fagfólk. Mannauðurinn skiptir hvað mestu og þar að auki hefði ríkisstjórn hennar aukið framlög til heilbrigðiskerfisins um 28 prósent. Það skipti máli. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að þegar svona dynur á, eigum við alveg ótrúlega öflugar stofnanir og öflugt fólk, sem er að standa í þessu. Sjáum líka hvað það eru margir viðkvæmir þættir. Við erum að sjá þjóðir heims í kapphlaupi til dæmis um hlífðarbúnað og ýmiss lækningatæki sem verið er að keppast um á milli landa,“ sagði Katrín. Hún sagði það minna okkur á hve háð öðrum við værum og leiddi jafnvel til þess að Íslendingar veltu fyrir sér hvernig þeir gætu orðið sjálfbærir í þessum efnum. Katrín var spurð út í gróðurhúsaræktun hér á Íslandi og þá gagnrýni sem forsvarsmenn hennar hafa að undanförnu beint að yfirvöldum. Hún sagðist þeirrar skoðunar að hægt væri að gera betur. „Það er í mótun matvælastefna núna og sérstök ráðherranefnd um matvælamál sem er að fjalla um matvælastefnu út frá þessum ólíku hliðum, því það er mín sannfæring að þetta skiptir alveg ofboðslega miklu máli,“ sagði Katrín. „Bæði út frá lýðheilsusjónarmiðum og út frá loftslagsjónarmiðum. Núna þegar þessi faraldur kemur, þá minnir það okkur líka á hversu mikilvægt það er að vera sjálfbærari í matvælaframleiðslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Íslendingar eru í stöðu sem þeir hafa aldrei lifað áður. Þó heimsfaraldrar hafi áður átt sér stað hafi þeir verið með öðrum hætti og önnur eins viðbrögð í samfélaginu hafi ekki gerst. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi stöðu mála á Íslandi á tímum heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Meðal þess sem var til umræðu var efnahagskerfið og hvaða áhrif aðgerðirnar gegn faraldrinum hefðu á það. Katrín rifjaði upp að hún hafi verið fyrst kosin á þing árið 2007 og hún hafi upplifað hrunið 2008. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi kreppa. Í fyrsta lagi erum við miklu betur í stakk búin, efnahagslega, með öflugan gjaldeyrisvaraforða og við erum með lægstu vexti í sögunni, svo dæmi sé tekið. Meðan þeir voru roknir upp í 18 prósent haustið 2008,“ sagði Katrín. Hún sagði skuldastöðu heimila og fyrirtækja miklu betri en þá og nú sé staðan sú að allir Íslendingar standi frammi fyrir sama vágestinum. „Þetta er bara utanaðkomandi vágestur sem við vitum öll að enginn getur gert neitt við í raun og veru, annað en að bregðast við,“ sagði Katrín. Katrín var spurð út í það hvernig þríeykið svokallaða var myndað og er þar átt við þau Þórólf, Ölmu og Víði, og sagði hún það hafa verið stefnu yfirvalda að hafa öflugt fagfólk í brúnni sem litið yrði til varðandi leiðbeiningar. „Þau eru auðvitað líka að fóta sig í ástandi sem enginn hefur lent í og er fordæmalaust. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega mikilvægt framlag sem þau hafa lagt fram til samfélagsins og það kannski ekki síst með því að miðla upplýsingum daglega,“ sagði Katrín. Hlusta má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Klippa: Bítið - Katrín Jakobsdóttir Varðandi aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum sagði hún Íslendinga hafa farið eftir áherslum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Það er að greina. Við höfum greint, hlutfallslega, miklu meira á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Við erum að rekja smit og það er kannski það sem er eitt það mikilvægasta. Vegna þess að við erum eyland og við erum lítið land, þá getum við rakið smit,“ sagði Katrín. Hún hrósaði smitrakningateyminu fyrir störf sín og nefndi að verið væri að beita sóttkví hér á landi. Enn sem komið er hefði meirihluti smita greinst í fólki í sóttkví. Það væri stór liður í því að hægja á útbreiðslu veirunnar. Katrín sagði einnig að margir hefðu sýnt ótrúlegt frumkvæði í þessum faraldri og nefndi sérstaklega Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu. „Þetta finnst mér sýna það að fólk vill gera samfélaginu gott,“ sagði Katrín. Hún nefndi einnig gjöf frá Íslendingum í Bandaríkjunum, fyrirtæki sem væru að leggja sitt af mörkum og fleira. Frábært fólk í heilbrigðiskerfinu Varðandi heilbrigðiskerfið sagði Katrín að faraldurinn hefði sýnt að við Íslendingar ættum þar frábært fagfólk. Mannauðurinn skiptir hvað mestu og þar að auki hefði ríkisstjórn hennar aukið framlög til heilbrigðiskerfisins um 28 prósent. Það skipti máli. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að þegar svona dynur á, eigum við alveg ótrúlega öflugar stofnanir og öflugt fólk, sem er að standa í þessu. Sjáum líka hvað það eru margir viðkvæmir þættir. Við erum að sjá þjóðir heims í kapphlaupi til dæmis um hlífðarbúnað og ýmiss lækningatæki sem verið er að keppast um á milli landa,“ sagði Katrín. Hún sagði það minna okkur á hve háð öðrum við værum og leiddi jafnvel til þess að Íslendingar veltu fyrir sér hvernig þeir gætu orðið sjálfbærir í þessum efnum. Katrín var spurð út í gróðurhúsaræktun hér á Íslandi og þá gagnrýni sem forsvarsmenn hennar hafa að undanförnu beint að yfirvöldum. Hún sagðist þeirrar skoðunar að hægt væri að gera betur. „Það er í mótun matvælastefna núna og sérstök ráðherranefnd um matvælamál sem er að fjalla um matvælastefnu út frá þessum ólíku hliðum, því það er mín sannfæring að þetta skiptir alveg ofboðslega miklu máli,“ sagði Katrín. „Bæði út frá lýðheilsusjónarmiðum og út frá loftslagsjónarmiðum. Núna þegar þessi faraldur kemur, þá minnir það okkur líka á hversu mikilvægt það er að vera sjálfbærari í matvælaframleiðslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira