Fjöldi rúma á gjörgæslu nú í takti við svartsýnustu spá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 15:34 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikla getu og sveigjanleika í íslensku heilbrigðiskerfi til að bregðast við aðstæðum. Vísir/Vilhelm Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira