Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Stella Samúelsdóttir skrifar 30. mars 2020 14:00 Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun