Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 09:57 Eftirspurn eftir flugferðum hefur hrunið vegna heimsfaraldursins. Því hefur Easyjet ákveðið á kyrrsetja á fjórða hundrað flugvéla í bili. Vísir/EPA Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira