Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Bára Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira