Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Bára Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira