Innlent

Felldu van­trausts­til­lögu á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkur ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu.
Nokkur ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu. Vísir/sigurjón

Van­traust­stil­laga sem bor­in var fram á hend­ur fram­kvæmda­stjórn SÁÁ var felld á stjórn­ar­fundi sam­tak­anna í gærkvöld. Mbl.is greinir frá þessu. Stjórn SÁÁ boðaði til skyndifundar í fyrradag eftir að Val­gerður Rún­ars­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir og for­stjóri á sjúkra­hús­inu Vogi, sagði upp starfi sínu á fimmtudag.

Sjá einnig: Upp­nám og ó­á­nægja alls­ráðandi vegna starfs­loka Val­gerðar á Vogi

Hátt í sjötíu starfsmenn hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar síðustu daga. Bar einn stjórnarmaður fram vantrauststillöguna á skyndifundinum í gærkvöld, er fram kemur í frétt mbl.is.

Valgerður sagði ástæðu starfslokanna vera djúpstæðan ágreining við Arnþór Jónsson, formann SÁÁ. Uppsögnin kom í kjöl­far ákvörðunar fram­kvæmda­stjórn­ar­ um að segja upp átta starfs­mönn­um meðferðarsviðs, sjö sálfræðingum og einum lýðheilsufræðingi. Einn sálfræðinganna sem sagt var upp var yfirsálfræðingur hjá stofnuninni.

Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur

Ákvörðunin var mjög umdeild innan samtakanna. Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar.

Þá hefur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, boðist til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að hún snúi aftur sem yfirlæknir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×