Fyrrum NFL-leikmaður er nú læknir í fremstu röð í baráttunni við COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 10:45 Myron Rolle þegar hann var leikmaður Tennessee Titans liðsins í NFL-deildinni. Getty/Grant Halverson Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira
Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira