Guðjón Valur: Menn fara ekki fyrst í 41 árs skúffuna þegar þeir leita sér að leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 08:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki með Paris Saint Germain í frönsku deildinni í vetur. Getty/Catherine Steenkeste Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér. Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér.
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira