Sport

Dag­skráin í dag: Krakka­mótin, Meistara­deildar­veisla og raf­í­þróttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot frá Orkumótinu í Eyjum sem verður sýnt í dag.
Skjáskot frá Orkumótinu í Eyjum sem verður sýnt í dag. mynd/s2s

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Aðalrásin, Stöð 2 Sport, verður tileinkuð krakkamótunum. Þar verður sýnt nýtt sem gamalt efni frá Pæjumótinu, Shellmótinu, Rey Cup mótinu, Norðurálsmótinu, N1-mótinu, Arionbankamótinu og fleiri góðum mótum.

Kvöldið endar svo á annálum íslenska fótboltans frá árinu 2019; bæði karla og kvenna og leik KR og ÍR í úrslitarimmu Dominos-deildarinnar á síðasta ári.

Stöð 2 Sport 2

Körfuboltinn heldur áfram að rúlla á Stöð 2 Sport 2. Magnaður rimmur Grindavíkur og KR, Grindavíkur og Stjörnunnar og svo margar fleiri rimmur má sjá á Stöð 2 Sport 2 í allan dag. Fínt fyrir körfuboltafíklana.

Stöð 2 Sport 3

Það er Meistaradeildarveisla á Stöð 2 Sport 3 þar sem sýnt verður frá mörgum mögnuðum Meistaradeildarleikjum í knattspyrnu. Kraftaverkið í Istanbúl, Eiður Smári Guðjohnsen í úrslitaleiknum gegn Man. Utd og svo margir fleiri góðir leikir.

Stöð 2 Golf

Hápunktar á PGA mótinu, útsending frá Tour Championship og tvö önnur golfmót eru á dagskrá Stöð 2 Golf í dag.

Stöð 2 eSport

Á rafíþróttarásinni í dag má finna útsendingu frá Gt kappakstrinum, landsleiki í eFótbolta, rimmur í Counter Strike og fleira góðmeti.

Alla dagskrá dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×