Innlent

Jarðskjálftahrina norðan við Eldey

Andri Eysteinsson skrifar
Upptök hrinunnar var skammt frá Eldey,sem sést hér.
Upptök hrinunnar var skammt frá Eldey,sem sést hér. Vísir/Egill A.

Fjórir skjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í jarðskjálftahrinu sem hófst skömmu fyrir klukkan 15 í dag. Upptök skjálftanna var rétt norðan við Eldey á Reykjaneshrygg rúma 10 kílómetra af Reykjanesté.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að tveir stærstu skjálftarnir hafa verið 3,5 að stærð. Engin gosórói er þó sjáanlegur á mælum og engar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð hafa borist.

Hrinur sem þessar eru ekki óalgengar á Reykjaneshryggnum og mældust samskonar hrinur í nóvember 2019 og í janúar á þessu ári. Stærstu skjálftarnir þá mældust yfir 4,0 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×