Norður-Makedónía formlega aðildarríki NATO Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 10:52 Fánar NATO og Norður-Makedóníu blakta hlið við hlið í höfuðborg ríkisins, Skopje. Vísir/Getty Norður-Makedónía varð í gær formlega þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO). Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, bauð ríkið velkomið í bandalagið á Twitter í gær. „Norður-Makedónía er nú hluti af NATO-fjölskyldunni, fjölskyldu 30 ríkja og næstum milljarðs manna. Fjölskyldu sem byggir á þeirri vissu að sama hvaða áskorun við stöndum frammi fyrir, erum við sterkari og öruggari saman,“ sagði Stoltenberg í tilkynningu. Norðurmakedónsk stjórnvöld sögðu þá í tilkynningu að draumur margra kynslóða væri loks að rætast, en það hefur lengi verið markmið ríkisins að öðlast aðild að bandalaginu. Það hefur hins vegar reynst erfitt, þar sem ríkið átti lengi vel í milliríkjadeilu við nágranna sína í suðri, Grikkland. Deilan gekk einfaldlega út á þáverandi nafn Norður-Makedóníu, sem áður var einfaldlega Makedónía. Í Grikklandi er að finna héraðið Makedóníu, en Grikkir héldu því fram að í nafni ríkisins fælist tilkall til héraðsins. Það vildu grísk stjórnvöld ekki sætta sig við og beittu ítrekað neitunarvaldi sínu þegar nágrannaríkið falaðist eftir aðild að alþjóðastofnunum á borð við NATO. Norður-Makedónía NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Norður-Makedónía varð í gær formlega þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO). Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, bauð ríkið velkomið í bandalagið á Twitter í gær. „Norður-Makedónía er nú hluti af NATO-fjölskyldunni, fjölskyldu 30 ríkja og næstum milljarðs manna. Fjölskyldu sem byggir á þeirri vissu að sama hvaða áskorun við stöndum frammi fyrir, erum við sterkari og öruggari saman,“ sagði Stoltenberg í tilkynningu. Norðurmakedónsk stjórnvöld sögðu þá í tilkynningu að draumur margra kynslóða væri loks að rætast, en það hefur lengi verið markmið ríkisins að öðlast aðild að bandalaginu. Það hefur hins vegar reynst erfitt, þar sem ríkið átti lengi vel í milliríkjadeilu við nágranna sína í suðri, Grikkland. Deilan gekk einfaldlega út á þáverandi nafn Norður-Makedóníu, sem áður var einfaldlega Makedónía. Í Grikklandi er að finna héraðið Makedóníu, en Grikkir héldu því fram að í nafni ríkisins fælist tilkall til héraðsins. Það vildu grísk stjórnvöld ekki sætta sig við og beittu ítrekað neitunarvaldi sínu þegar nágrannaríkið falaðist eftir aðild að alþjóðastofnunum á borð við NATO.
Norður-Makedónía NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira