Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2020 09:02 Eiki Helgason snjóbrettakappi gafst upp á biðinni og henti sér sjálfur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið. Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið.
Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira