Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 19:27 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira