Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2020 15:16 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt stjórnartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Reykjanesbrautin er inni í kafla um vegaframkvæmdir og hönnun, sem fær alls 1.860 milljónir króna, til viðbótar við gildandi áætlun, af 6.210 milljónum króna, sem verja á aukalega til samgönguframkvæmda. Sjá einnig: Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Frá Suðurlandsvegi við Gunnarshólma neðan Lögbergsbrekku.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Fimm önnur verkefni á Reykjavíkursvæðinu eru í þessum flokki; breikkun Suðurlandsvegar við Hádegismóa milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar, breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðhólum og Gunnarshólma, milli Fossvalla og Norðlingavaðs, og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Hafravatnsvegar. Ennfremur hönnun og undirbúningur vegna útfærslu Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi og hönnun og undirbúningur vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd. Þrjú verkefni utan suðvesturhornsins eru nefnd í þessum flokki; Snæfellsnesvegur um Skógarströnd, hringvegurinn efst á Holtavörðuheiði um Heiðarsporð, en þar er Biskupsbeygja, og loks endurbætur á þjóðveginum norðan Blönduóss í átt að Skagaströnd um Laxá og á Þverárfjallsvegi um Refasveit. Frá þjóðveginum um Holtavörðuheiði.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Til breikkunar einbreiðra brúa á að verja 700 milljónum króna en þær eru: Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Til nýrra hringtorga, sem öll verða á Suðurlandi, á að verja 200 milljónum króna. Þau verða við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Þá er óskipt framlag til tengivega upp á 1.000 milljónir króna. „Setja bundið slitlag á malarvegi um allt land. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi,“ segir í skýringum. Þá er sömuleiðis óskipt viðbótarfé til viðhalds upp á 1.000 milljónir króna með svohljóðandi skýringu: „Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum sem dreifist um land allt. Viðbót við fjárveitingar skv. samgönguáætlun.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjanesbær Vogar Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt stjórnartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Reykjanesbrautin er inni í kafla um vegaframkvæmdir og hönnun, sem fær alls 1.860 milljónir króna, til viðbótar við gildandi áætlun, af 6.210 milljónum króna, sem verja á aukalega til samgönguframkvæmda. Sjá einnig: Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Frá Suðurlandsvegi við Gunnarshólma neðan Lögbergsbrekku.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Fimm önnur verkefni á Reykjavíkursvæðinu eru í þessum flokki; breikkun Suðurlandsvegar við Hádegismóa milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar, breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðhólum og Gunnarshólma, milli Fossvalla og Norðlingavaðs, og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Hafravatnsvegar. Ennfremur hönnun og undirbúningur vegna útfærslu Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi og hönnun og undirbúningur vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd. Þrjú verkefni utan suðvesturhornsins eru nefnd í þessum flokki; Snæfellsnesvegur um Skógarströnd, hringvegurinn efst á Holtavörðuheiði um Heiðarsporð, en þar er Biskupsbeygja, og loks endurbætur á þjóðveginum norðan Blönduóss í átt að Skagaströnd um Laxá og á Þverárfjallsvegi um Refasveit. Frá þjóðveginum um Holtavörðuheiði.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Til breikkunar einbreiðra brúa á að verja 700 milljónum króna en þær eru: Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Til nýrra hringtorga, sem öll verða á Suðurlandi, á að verja 200 milljónum króna. Þau verða við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Þá er óskipt framlag til tengivega upp á 1.000 milljónir króna. „Setja bundið slitlag á malarvegi um allt land. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi,“ segir í skýringum. Þá er sömuleiðis óskipt viðbótarfé til viðhalds upp á 1.000 milljónir króna með svohljóðandi skýringu: „Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum sem dreifist um land allt. Viðbót við fjárveitingar skv. samgönguáætlun.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjanesbær Vogar Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira