Mögulega mikilvægasti leikur körfuboltans fór fram á þessum degi fyrir 41 ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 17:00 Larry Bird hjá Indiana State og Magic Johnson hjá Michigan State í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans 26. mars 1979. Getty/ James Drake Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube
NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira