Kanínudauði rakinn til lifradreps Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:57 Fjölmargar kanínur hafa fundist dauðar í Elliðarárdal. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir að að öllum líkindum megi rekja veikindi og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum til sjúkdómsins smitandi lifrardrep. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á hræjum sem send voru til greiningar í Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sýnir fram á þetta og er það í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi. Sjúkdómurinn hefur einungis einu sinni komið upp áður hér á landi. Í tilkynningu frá MAST segir að kanínueigendur skuli gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt sé að gera til að verjast honum. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki fólk né önnur dýr. Frekari upplýsingar um sjúkdóminn, smitvarnir og annað má finna á vef MAST. „Lifrardrep í kanínum er alvarlegur tilkynningarskyldur sjúkdómur. Hann hefur einu sinni áður komið upp hér á landi. Það var árið 2002 og þá takmarkaðist smitið við kanínubú og heimiliskanínur. Með niðurskurði og smitvarnaráðstöfunum tókst að ráða niðurlögum hans,“ segir á vef MAST. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og banvænn í kanínum. Þrjár gerðir veirunnar sem veldur sjúkdómnum eru þekktar en ekki liggur fyrir hvaða veira er á ferðinni hér. Búist er við að það komi í ljós í næstu viku. Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna 24. mars 2020 15:48 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Matvælastofnun segir að að öllum líkindum megi rekja veikindi og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum til sjúkdómsins smitandi lifrardrep. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á hræjum sem send voru til greiningar í Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sýnir fram á þetta og er það í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi. Sjúkdómurinn hefur einungis einu sinni komið upp áður hér á landi. Í tilkynningu frá MAST segir að kanínueigendur skuli gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt sé að gera til að verjast honum. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki fólk né önnur dýr. Frekari upplýsingar um sjúkdóminn, smitvarnir og annað má finna á vef MAST. „Lifrardrep í kanínum er alvarlegur tilkynningarskyldur sjúkdómur. Hann hefur einu sinni áður komið upp hér á landi. Það var árið 2002 og þá takmarkaðist smitið við kanínubú og heimiliskanínur. Með niðurskurði og smitvarnaráðstöfunum tókst að ráða niðurlögum hans,“ segir á vef MAST. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og banvænn í kanínum. Þrjár gerðir veirunnar sem veldur sjúkdómnum eru þekktar en ekki liggur fyrir hvaða veira er á ferðinni hér. Búist er við að það komi í ljós í næstu viku.
Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna 24. mars 2020 15:48 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna 24. mars 2020 15:48
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16