Reiknað með allt að sjö prósenta atvinnuleysi á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 18:30 Í sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í dag er gert ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið allt að sjö prósent á þessu ári. Gengið er út frá því að ferðamenn verði allt að 90 prósent færri það sem eftir lifir árs en á sama tímabili í fyrra. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að staða og horfur í efnahagsmálum hafi breyst mikið á undraskömmum tíma. „Þessi farsótt er að valda því að það er að verða verulegur samdráttur í heimsbúskapnum. Bæði farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa valdið því að framleiðslukeðjur víða um heim eru í uppnámi og dregið hefur úr framleiðslugetu og framboði á vöru og þjónustu,“ sagði Þórarinn þegar hann fór yfir stöðu mála á kynningarfundi í dag. Þá hafi líka dregið verulega úr eftirspurn á heimsvísu. Þótt ekki standi til að birta þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankas fyrr en í maí setur bankinn fram tvær sviðsmyndir þar sem reynt er að leggja mat á mögulega framvindu miðað við ákveðnar forsendur. Þar er stuðst við þjóðhagslíkan bankans með ákveðnum forsendum sem megi rekja til afleiðinga farsóttarinnar. Í báðum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 90 prósent á næstu mánuðum samanborið við árið í fyrra. Atvinnuleysi gæti orðið allt að 7 prósent á þessu ári miðað við dekkri sviðsmynd Seðlabankans.Grafík: Seðlabanki Íslands Í grunnspá peningastefnunefndar fyrir þetta ár var reiknað með að atvinnuleysi yrði 4,2 prósent á þessu ári. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans frá í dag er hins vegar búist við aðþað verði 5,7 prósent og í þeirri dekkri að atvinnuleysið fari upp í 7 prósent. En til samanburðar varð atvinnuleysi hér á landi eftir hrun mest rúmlega 9 prósent. Einkaneysla dregst mikið saman á þessu ári samkvæmt samkvæmt sviðsmyndum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir fjármuni hins vegar ekki hverfa og segja megi að neyslunni hafi verið frestað.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í grunnspá bankans ríkti bjartsýni um vöxt einkaneyslu á þessu ári og því spáð að hún yrði 2,4 prósent. Í mildari sviðsmyndinni er hins vegar gert ráð fyrir að hún dragist saman um 1,1 prósent og 3,8 prósent í þeirri dekkri. Ef það yrði raunin myndi einkaneysla dragast saman um 6,2 prósentur frrá árinu 2019. Allar væntingar um lítilsháttar hagvöxt á þessu ári eru brostnar og líklegt talið að hann geti orið neikvæður upp 4,8 prósent.Grafík: Seðlabanki Íslands. Allar væntingar um hagvöxt á þessu ári eru líka foknar út í veður og vind. Miðað við sögulega mikinn hagvöxt á undanförnum árum var reiknað með hóflegum hagvexti upp á 0,8 prósent á þessu ári í grunnspá Seðlabankans. En í mildari sviðsmynd bankans nú verður hagvöxtur í fyrsta skipti í mörg ár neikvæður um 2,4 prósent en 4,8 prósent í dekkri myndinni, sem yrði gífurlega mikill umsnúningur frá frá fyrra ári eða upp á 5,5 prósentur. Það ríkir aftur á móti bjartsýni í Seðlabankanum varðandi þróun verðbólgunnar og er það meðal annars skýrt með áhrifum aðgerða stjórnvalda, mikilli lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og minni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Verðbólgu horfur hafa batnað ef eitthvað er frá því sem gengið var útfrá í grunnspá peningastefnunefndar Seðlabankans í febrúar.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans er reiknað með að verðbólga verði 1,5 prósent á þessu ári, eða o,4 prósentum minni en spáð var í grunnspá bankans. Í dekkri sviðsmyndinni er svo reiknað með að verðbólgan verði heldur lægri, eða 1,4 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekaði á kynningarfundinum í dag að þessar sviðsmyndir væru aðeins tilraun til að reyna að átta sig á horfum í efnahagsmálum. Ekki væri um að ræða þjóðhagsspá sem eiins og áður sagði verður ekki lögð fram fyrr en í maí. Ásgeir segir að þá verði búið að reikna allar aðgerðir stjórnvalda og bankans inn í spána sem ætti að gefa raunhæfari mynd af stöðu mála. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Í sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í dag er gert ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið allt að sjö prósent á þessu ári. Gengið er út frá því að ferðamenn verði allt að 90 prósent færri það sem eftir lifir árs en á sama tímabili í fyrra. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að staða og horfur í efnahagsmálum hafi breyst mikið á undraskömmum tíma. „Þessi farsótt er að valda því að það er að verða verulegur samdráttur í heimsbúskapnum. Bæði farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa valdið því að framleiðslukeðjur víða um heim eru í uppnámi og dregið hefur úr framleiðslugetu og framboði á vöru og þjónustu,“ sagði Þórarinn þegar hann fór yfir stöðu mála á kynningarfundi í dag. Þá hafi líka dregið verulega úr eftirspurn á heimsvísu. Þótt ekki standi til að birta þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankas fyrr en í maí setur bankinn fram tvær sviðsmyndir þar sem reynt er að leggja mat á mögulega framvindu miðað við ákveðnar forsendur. Þar er stuðst við þjóðhagslíkan bankans með ákveðnum forsendum sem megi rekja til afleiðinga farsóttarinnar. Í báðum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 90 prósent á næstu mánuðum samanborið við árið í fyrra. Atvinnuleysi gæti orðið allt að 7 prósent á þessu ári miðað við dekkri sviðsmynd Seðlabankans.Grafík: Seðlabanki Íslands Í grunnspá peningastefnunefndar fyrir þetta ár var reiknað með að atvinnuleysi yrði 4,2 prósent á þessu ári. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans frá í dag er hins vegar búist við aðþað verði 5,7 prósent og í þeirri dekkri að atvinnuleysið fari upp í 7 prósent. En til samanburðar varð atvinnuleysi hér á landi eftir hrun mest rúmlega 9 prósent. Einkaneysla dregst mikið saman á þessu ári samkvæmt samkvæmt sviðsmyndum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir fjármuni hins vegar ekki hverfa og segja megi að neyslunni hafi verið frestað.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í grunnspá bankans ríkti bjartsýni um vöxt einkaneyslu á þessu ári og því spáð að hún yrði 2,4 prósent. Í mildari sviðsmyndinni er hins vegar gert ráð fyrir að hún dragist saman um 1,1 prósent og 3,8 prósent í þeirri dekkri. Ef það yrði raunin myndi einkaneysla dragast saman um 6,2 prósentur frrá árinu 2019. Allar væntingar um lítilsháttar hagvöxt á þessu ári eru brostnar og líklegt talið að hann geti orið neikvæður upp 4,8 prósent.Grafík: Seðlabanki Íslands. Allar væntingar um hagvöxt á þessu ári eru líka foknar út í veður og vind. Miðað við sögulega mikinn hagvöxt á undanförnum árum var reiknað með hóflegum hagvexti upp á 0,8 prósent á þessu ári í grunnspá Seðlabankans. En í mildari sviðsmynd bankans nú verður hagvöxtur í fyrsta skipti í mörg ár neikvæður um 2,4 prósent en 4,8 prósent í dekkri myndinni, sem yrði gífurlega mikill umsnúningur frá frá fyrra ári eða upp á 5,5 prósentur. Það ríkir aftur á móti bjartsýni í Seðlabankanum varðandi þróun verðbólgunnar og er það meðal annars skýrt með áhrifum aðgerða stjórnvalda, mikilli lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og minni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Verðbólgu horfur hafa batnað ef eitthvað er frá því sem gengið var útfrá í grunnspá peningastefnunefndar Seðlabankans í febrúar.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans er reiknað með að verðbólga verði 1,5 prósent á þessu ári, eða o,4 prósentum minni en spáð var í grunnspá bankans. Í dekkri sviðsmyndinni er svo reiknað með að verðbólgan verði heldur lægri, eða 1,4 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekaði á kynningarfundinum í dag að þessar sviðsmyndir væru aðeins tilraun til að reyna að átta sig á horfum í efnahagsmálum. Ekki væri um að ræða þjóðhagsspá sem eiins og áður sagði verður ekki lögð fram fyrr en í maí. Ásgeir segir að þá verði búið að reikna allar aðgerðir stjórnvalda og bankans inn í spána sem ætti að gefa raunhæfari mynd af stöðu mála.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14