Stjórnarmenn WOW fengið nóg af „rangfærslum og aðdróttunum“ Stefáns Einars Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2020 14:45 Stefán Einar Stefánsson hefur flutt reglulegar fréttir af málefnum WOW air í viðskiptahluta Morgunblaðsins, auk þess að hafa skrifað bók um flugfélagið. Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist sé efnislega rangur, byggður á endurteknu efni eða inniheldur „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ Stjórnarmennirnir bregðast einmitt við fréttaflutningi hans í dag, í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum nú í hádeginu. Þar fara þeir hörðum orðum um skrif Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra og höfund bókarinnar WOW - ris og fall flugfélags sem gefin var út í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins, hefur áður lýst óánægju sinni með bókina og sagt Stefán hafa farið með „ítrekaðar dylgur og ósannindi“ um málefni WOW. Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Stefán er skrifaður fyrir frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag og ber yfirskriftina „Sækja á 2,8 milljarða tryggingu.“ Fréttin hverfist um tilraunir slitabús flugfélagsins og kröfuhafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvaðana stjórnenda og stjórnar WOW air,“ eins og það er orðað í fréttinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat að bjarga flugfélagi sínu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst honum það ekki.Vísir/vilhelm „Undarlegt samhengi“ Umræddir stjórnarmenn hafa ýmislegt við fréttina að athuga og segja hana til að mynda setta í „undarlegt samhengi“ eins og það er orðað í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Þar er því haldið fram að félagið hafi keypt stjórnendatryggingu á ögurstundu, sem er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Á ögurstundu stendur fyrirtækjum ekki til boða að kaupa stjórnendatryggingar,“ skrifa stjórnendurnir. Hið rétta sé hinsvegar, að sögn stjórnarmannanna, að stjórn og stjórnendur WOW air hafi verið með stjórnendatryggingu „frá fyrsta degi og hún var reglulega endurnýjuð, eins og aðrar tryggingar félagsins.“ Þar að auki telja stjórnarmennirnir ekkert nýtt í skrifum Stefáns Einars, þetta sé í raun gömul frétt. Ekki aðeins sé eðlilegt að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots leiti réttar síns heldur hafi verið leitað í umrædda stjórnendatryggingu á síðasta ári, um það leyti sem hún rann úr gildi. „Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar umleitanir átt sér stað.“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, er talsmaður stjórnarinnar hvað þessa gagnrýni varðar. Hún var á dögunum kynnt sem nýr forstjóri ORF Líftækni.orf Mótsagnakenndur Stefán Þar að auki telja stjórnarmennirnir að Stefán Einar sé í mótsögn við sjálfan sig. Orðalag hans um „veikburða tilraun til að forða félaginu frá gjaldþroti“ stangist þannig á við fullyrðingar hans sjálfs um stóræktar björgunartilraunir, sem birtist framar í sömu frétt. „Tilraunir til að bjarga WOW air voru ekki veikburða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim aðgerðum sem farið var í til að reyna að bjarga félaginu. Það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flugfélög heims standa nú í viðamiklum björgunaraðgerðum. En því miður fór sem fór með ömurlegum afleiðingum,“ skrifa stjórnarmennirnir. Rangfærslur og endurtekið efni Þeir segja jafnframt „fjarri sannleikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undanförnum mánuðum í að undirbúa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ eins og haldið sé fram í Morgunblaðinu. „Ítrekaður fréttaflutningur viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rangfærslum eða endurteknu efni.“ WOW Air Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist sé efnislega rangur, byggður á endurteknu efni eða inniheldur „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ Stjórnarmennirnir bregðast einmitt við fréttaflutningi hans í dag, í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum nú í hádeginu. Þar fara þeir hörðum orðum um skrif Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra og höfund bókarinnar WOW - ris og fall flugfélags sem gefin var út í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins, hefur áður lýst óánægju sinni með bókina og sagt Stefán hafa farið með „ítrekaðar dylgur og ósannindi“ um málefni WOW. Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Stefán er skrifaður fyrir frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag og ber yfirskriftina „Sækja á 2,8 milljarða tryggingu.“ Fréttin hverfist um tilraunir slitabús flugfélagsins og kröfuhafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvaðana stjórnenda og stjórnar WOW air,“ eins og það er orðað í fréttinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat að bjarga flugfélagi sínu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst honum það ekki.Vísir/vilhelm „Undarlegt samhengi“ Umræddir stjórnarmenn hafa ýmislegt við fréttina að athuga og segja hana til að mynda setta í „undarlegt samhengi“ eins og það er orðað í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Þar er því haldið fram að félagið hafi keypt stjórnendatryggingu á ögurstundu, sem er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Á ögurstundu stendur fyrirtækjum ekki til boða að kaupa stjórnendatryggingar,“ skrifa stjórnendurnir. Hið rétta sé hinsvegar, að sögn stjórnarmannanna, að stjórn og stjórnendur WOW air hafi verið með stjórnendatryggingu „frá fyrsta degi og hún var reglulega endurnýjuð, eins og aðrar tryggingar félagsins.“ Þar að auki telja stjórnarmennirnir ekkert nýtt í skrifum Stefáns Einars, þetta sé í raun gömul frétt. Ekki aðeins sé eðlilegt að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots leiti réttar síns heldur hafi verið leitað í umrædda stjórnendatryggingu á síðasta ári, um það leyti sem hún rann úr gildi. „Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar umleitanir átt sér stað.“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, er talsmaður stjórnarinnar hvað þessa gagnrýni varðar. Hún var á dögunum kynnt sem nýr forstjóri ORF Líftækni.orf Mótsagnakenndur Stefán Þar að auki telja stjórnarmennirnir að Stefán Einar sé í mótsögn við sjálfan sig. Orðalag hans um „veikburða tilraun til að forða félaginu frá gjaldþroti“ stangist þannig á við fullyrðingar hans sjálfs um stóræktar björgunartilraunir, sem birtist framar í sömu frétt. „Tilraunir til að bjarga WOW air voru ekki veikburða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim aðgerðum sem farið var í til að reyna að bjarga félaginu. Það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flugfélög heims standa nú í viðamiklum björgunaraðgerðum. En því miður fór sem fór með ömurlegum afleiðingum,“ skrifa stjórnarmennirnir. Rangfærslur og endurtekið efni Þeir segja jafnframt „fjarri sannleikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undanförnum mánuðum í að undirbúa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ eins og haldið sé fram í Morgunblaðinu. „Ítrekaður fréttaflutningur viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rangfærslum eða endurteknu efni.“
WOW Air Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira