Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2020 08:20 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flestum beiðnum um undanþágur frá samkomubanni hefur verið hafnað. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið ákvað í gær að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og „annarri mikilvægri starfsemi“ undanþágu frá reglum um samkomubann. Var það gert að höfðu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að undanþágurnar séu veittar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Samkvæmt reglugerðinni eru samkomur með tuttugu manns eða fleiri nú bannaðar og hefur slíkt mikil áhrif á starfsemi langflestra fyrirtækja landsins. Flestum beiðnum hafnað Í tilkynningunni kemur fram að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágur frá reglunum sem ætlaðar eru til að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19. „Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.“ Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum horfði ráðuneytið til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Samfélagslega ómissandi innviðir „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020,“ segir í tilkynningunni frá heilbrigðisráðuneytinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Stóriðja Verslun Samkomubann á Íslandi Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24. mars 2020 16:30 „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti. 24. mars 2020 14:47 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið ákvað í gær að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og „annarri mikilvægri starfsemi“ undanþágu frá reglum um samkomubann. Var það gert að höfðu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að undanþágurnar séu veittar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Samkvæmt reglugerðinni eru samkomur með tuttugu manns eða fleiri nú bannaðar og hefur slíkt mikil áhrif á starfsemi langflestra fyrirtækja landsins. Flestum beiðnum hafnað Í tilkynningunni kemur fram að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágur frá reglunum sem ætlaðar eru til að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19. „Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.“ Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum horfði ráðuneytið til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Samfélagslega ómissandi innviðir „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020,“ segir í tilkynningunni frá heilbrigðisráðuneytinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Stóriðja Verslun Samkomubann á Íslandi Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24. mars 2020 16:30 „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti. 24. mars 2020 14:47 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24. mars 2020 16:30
„Við erum ekkert að grínast með þetta“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti. 24. mars 2020 14:47