Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 21:50 Gamma var gífurlega umfangsmikill aðili á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi. GAMMA Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi.
GAMMA Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira