Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 19:56 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessar áætlanir stjórnvalda í dag. Vísir/Vilhelm/VÖLUNDUR Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira