Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 19:56 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessar áætlanir stjórnvalda í dag. Vísir/Vilhelm/VÖLUNDUR Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira