Hefur fulla trú á að Ólympíuleikunum verði frestað innan fárra daga Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 19:00 Lárus Blöndað fór yfir stöðua í Sportið í dag. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira