Hefur fulla trú á að Ólympíuleikunum verði frestað innan fárra daga Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 19:00 Lárus Blöndað fór yfir stöðua í Sportið í dag. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira