Forsætisráðherra á að halda sig heima Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi í Hörpu um helgina þar sem efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira