Eru barnaréttindagleraugun við hendina? Bergsteinn Jónsson skrifar 23. mars 2020 11:00 Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun