Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 10:46 Íbúasamtök í Seúl hafa tekið að sér að sótthreinsa ýmsa staði eins og almenningsgarða í nágrenni þeirra til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Lee Jin-man Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34
Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38