Varaði Ólaf, Teit og félaga við að skrifa undir | „Lygar og blekkingaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 23:00 Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og hefur fagnað fjölda titla með félaginu. VÍSIR/EPA Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt. Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt.
Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38