Fótbolti

Fyrrum leikmaður Man Utd með kórónuveiruna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fellaini lék alls 119 leiki fyrir Manchester United áður en hann hélt til Kína.
Fellaini lék alls 119 leiki fyrir Manchester United áður en hann hélt til Kína. Alex Livesey/Danehouse/Getty Images

Marouane Fellaini, fyrrum miðjumaður Manchester United á Englandi, hefur greinst með kórónuveiruna en hann spilar nú í Kína. Er hann fyrsti leikmaður deildarinnar þar í landi sem greinst hefur með veiruna.

Sky Sports greinir frá. 

Hinn 32 ára gamli Fellaini gekk í raðir Shendong Luneng í janúar á síðasta ári eftir að hafa verið á mála hjá Manchester United frá 2014.

Fellaini hafði verið í fríi í heimalandi sínu Belgíu en snéri aftur til Kína á föstudag. Svo virðist sem allir leikmenn liðsins hafi verið sendir í skimun til að athuga hvort þeir væru með veiruna þar sem Fellaini sýndi engin einkenni.

Hann greindist þó með COVID-19 og hefur nú verið settur í einangrun.

Kínverska úrvalsdeildin átti að hefjast þann 22. febrúar síðastliðinn en hefur verið frestað ótmabundið. Veiran virðist á undanhaldi í landinu en ljóst er að þetta setur strik í reikninginn.

Fellaini lék alls 87 landsleiki fyrir Belgíu á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna í mars 2019. Fór hann með liðinu á Ólympíuleika, Evrópu- sem og heimsmeistaramót.


Tengdar fréttir

Maldini-feðgarnir smituðust

Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni.

Dybala og frú með veiruna

Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×