Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 23:00 Fjölmiðlaáhuginn sem Ronaldinho er sýndur í Paragvæ er litlu minni en á leikdegi á Camp Nou. VÍSIR/EPA Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. Ronaldinho er nú í fangelsi í Paragvæ ásamt bróður sínum eftir að þeir komu til landsins á fölsuðum vegabréfum. Rannsókn málsins er ekki lokið en talið er að Ronaldinho gæti þurft að verja hálfu ári á bakvið lás og slá. Fjölmiðlar og aðdáendur hafa rifjað upp nokkur af helstu tilþrifum kappans í gegnum tíðina í tilefni afmælisins. Ronaldinho turns 40 today. What a player (via @ChampionsLeague) pic.twitter.com/vHvNN3wd8E— ESPN FC (@ESPNFC) March 21, 2020 Is Ronaldinho the greatest La Liga player of all time? pic.twitter.com/O1Qjs7CH2I— FutbolBible (@FutbolBible) March 21, 2020 Ronaldinho made everything look so easy pic.twitter.com/vboXjDnDjc— Goal (@goal) March 21, 2020 Ronaldinho, sem heillaði knattspyrnuunnendur með tækni sinni og töktum í búningi Barcelona, AC Milan, PSG og brasilíska landsliðsins, hlaut Gullknöttinn (Ballon d‘Or) árið 2005. Þessa dagana fær hann hins vegar í mesta lagi að leika sér í futsal með samföngum sínum, en Ronaldinho kom að öllum mörkum síns liðs í 11-2 sigurleik í fangelsinu um daginn. Ronaldinho og hinn 49 ára gamli Roberto bróðir hans voru leiddir burt í handjárnum á miðvikudag eftir að hafa haldið fram sakleysi sínu fyrir rétti. Lögmaður Ronaldinho sagði hann hafa verið „heimskan“ af því að hann hefði „ekki vitað að hann væri að fremja glæp því hann skildi ekki að hann hefði fengið fölsuð skilríki“. Fótbolti Brasilía Paragvæ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Sjá meira
Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. Ronaldinho er nú í fangelsi í Paragvæ ásamt bróður sínum eftir að þeir komu til landsins á fölsuðum vegabréfum. Rannsókn málsins er ekki lokið en talið er að Ronaldinho gæti þurft að verja hálfu ári á bakvið lás og slá. Fjölmiðlar og aðdáendur hafa rifjað upp nokkur af helstu tilþrifum kappans í gegnum tíðina í tilefni afmælisins. Ronaldinho turns 40 today. What a player (via @ChampionsLeague) pic.twitter.com/vHvNN3wd8E— ESPN FC (@ESPNFC) March 21, 2020 Is Ronaldinho the greatest La Liga player of all time? pic.twitter.com/O1Qjs7CH2I— FutbolBible (@FutbolBible) March 21, 2020 Ronaldinho made everything look so easy pic.twitter.com/vboXjDnDjc— Goal (@goal) March 21, 2020 Ronaldinho, sem heillaði knattspyrnuunnendur með tækni sinni og töktum í búningi Barcelona, AC Milan, PSG og brasilíska landsliðsins, hlaut Gullknöttinn (Ballon d‘Or) árið 2005. Þessa dagana fær hann hins vegar í mesta lagi að leika sér í futsal með samföngum sínum, en Ronaldinho kom að öllum mörkum síns liðs í 11-2 sigurleik í fangelsinu um daginn. Ronaldinho og hinn 49 ára gamli Roberto bróðir hans voru leiddir burt í handjárnum á miðvikudag eftir að hafa haldið fram sakleysi sínu fyrir rétti. Lögmaður Ronaldinho sagði hann hafa verið „heimskan“ af því að hann hefði „ekki vitað að hann væri að fremja glæp því hann skildi ekki að hann hefði fengið fölsuð skilríki“.
Fótbolti Brasilía Paragvæ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Sjá meira