Tekst „nýja skólanum“ að skáka þeim gamla í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 17:15 Tekst Víkingum að blanda sér í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar í sumar? Vísir/Vilhelm Þó svo að það sé óvíst hvenær Pepsi Max deild karla muni hefjast og undirbúningur liðanna verði nokkuð óvanalegur næstu vikur er ljóst að það er mikil spenna í loftinu fyrir komandi leiktíð. Rúnar Kristinsson og KR-ingar urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð en liðið hefur ekki enn varið titil undir stjórn Rúnars. Heimir Guðjónsson kominn aftur í deildina og Ólafur Jóhannesson er farinn til Stjörnunnar. Þarf reiknivél til að reikna út hversu marga Íslandsmeistaratitla þeir eiga til samans. Fyrir hjá Stjörnunni er Rúnar Páll Sigmundsson sem var við stjórnvölin er liðið vann sinn eina Íslandsmeistaratitil í sögunni og þá ætla FH-ingar sér stóra hluti. Þá má ekki gleyma tveimur liðum sem nær allir sófasérfræðingar landsins telja að muni blanda sér toppbaráttu deildarinnar. Það eru Víkingur og Breiðablik en þau skera sig nokkuð frá öðrum liðum sem er spáð toppbaráttu í sumar. Stærsta spurningin í ár er einfaldlega hvort hinn umtalaði „nýi skóli“ muni hafi betur gegn hinum þaulreynda „gamla skóla.“ Hugtökin tvö eru álíka klisjukennd og hin klassíska „við tökum einn leik í einu“ yfirlýsing sem margir styðjast enn við að leik loknum. Hér að neðan rennum við yfir hinn svokallaða „nýja skóla“ og við hverju má búast á komandi leiktíð frá þeim liðum sem aðhyllast hann. Á morgun verður svo farið yfir hinn hefðbundna „gamla skóla.“ Nýi skólinn (Breiðablik og Víkingur) Það keppast allir við að setja stimpil á allt þessa dagana. Það að spila út frá markverði og í gegnum pressu mótherja án þess að lyfta boltanum yfir miðju er núna kallað „nýi skólinn.“ Eflaust má færa góð rök fyrir því að um rangnefni sé að ræða þar sem þetta er ekki nýtt af nálinni þó þetta hafi ekki verið reynt neitt sérstaklega hér heima. Í dag má tengja bæði Víking og Breiðablik við hugtakið en hverju má reikna með frá þeim í sumar? Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga og stefnir hann á toppbaráttu í sumar.Vísir/Daníel Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild sem þjálfari og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Eftir að hafa skilað Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum, og þar með upp í Pepsi Max deildina þá söðlaði hann um og tók við Breiðablik fyrr í vetur. Árangur Óskars hjá Gróttu var sérstaklega merkilegur fyrir þær sakir að hann byggði liðið upp á ungum og efnilegum leikmönnum, líkt og Arnar hjá Víkingum. Þá var enginn leikmaður liðsins á launaskrá. Nú er Óskar mættur í klúbb sem á sér talsverða sögu í efstu deild og hefur verið viðloðandi toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Hann þarf því bæði að spila árangursríkan fótbolta sem og að skila sigrum í hús. Það er enn óljóst hvaða leikkerfi Blikar munu spila í sumar en einn leikmaður liðsins sagði að það væri hægt að tala um „3-6-1 eða jafnvel 2-6-2 þó svo að á pappír væri þetta eflaust titlað sem 3-4-1-2.“ Þessi leikkerfi telja aðeins 10 leikmenn en eins og skjáskotið hér að neðan sýnir má sjá að Anton Ari Einarsson, markvörður liðsins, ætti í raun að teljast með þegar Breiðablik er með boltann. Það verður einkar forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Blikar útfæra þetta í sumar. Þá sérstaklega gegn betri liðunum í deildinni eða þá Evrópukeppni. Excuse the terrible quality but if there's ever an image to prove the point below (@BreidablikFC against Norkopping), Anton Ari might as well be playing as part of a back 3. Love it. #fotboltinet https://t.co/xufmfns3EQ pic.twitter.com/6hmcMThAmC— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) February 17, 2020 Undirritaður getur staðfest að bæði Óskar Hrafn sem og Gunnleifur Gunnleifsson, sem er nú varamarkvörður Blika, vilja helst reyna sleppa varnarvegg við öll tilefni og því er það eitthvað sem við gætum séð Blika prófa á komandi sumri. Hvort arftaki Óskars hjá Gróttu haldi áfram á sömu braut verður að koma í ljós en Ágúst Gylfason, fyrrum þjáfari Breiðabliks tók við. Hans lið eru oft einkar beinskeytt en þó með góðum árangri. Til að mynda gekk Breiðablik afar vel undir hans stjórn. Grótta er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og reikna margir með löngu og ströngu sumri hjá Seltirningum. Arnar Gunnlaugsson gerði Víkinga að Mjólkurbikarmeisturum á síðustu leiktíð. Þeirra fyrsti bikartitill í hartnær hálfa öld. Hann hefur sagt að markmiðið sé að ógna toppliðum deildarinnar á komandi tímabili. Víkingsliðið var síbreytilegt á síðustu leiktíð og var Arnar lengi að móta leikmannahóp sinn. Það var hins vegar alltaf ljóst hvað planið var. Að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta með unga og efnilega leikmenn í fararbroddi. Guðmundur Andri Tryggvason átti gott sumar í liði Víkings en hann er nú farinn aftur til Noregs þar sem hann var aðeins á láni frá Start. Ingvar Jónsson, markvörður, er snúinn heim eftir dvöl í atvinnumennsku undanfarin ár. Hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið og mun eflaust styrkja liðið þó svo að Þórður Ingason hafi átt góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð. Þá er Helgi Guðjónsson genginn í raðir Víkinga en hann kemur frá Fram. Hann er óreyndur í efstu deild en það hefur ekki stöðvað Arnar til þessa. Reikna má með því að hann komi inn í liðið fyrir Guðmund Andra. Þá eru Víkingar að reyna fá Kwame Quee frá Blikum en hann lék síðari hluta síðustu leiktíðar með Víkingum eftir að hafa komið á láni. Líkt og með Blika þá er einkar erfitt að setja fingurinn á hvaða leikkerfi Víkingar ætla sér að spila í sumar. Þeir hafa leikið 4-3-3, 4-4-2 með tígulmiðju og 3-5-2 á undirbúningstímabilinu. Á síðustu leiktíð voru þeir í 4-4-2 með tígulmiðju undir lok sumars og fór Arnar fögrum orðum um það leikkerfi. Með því að lyfta bakvörðum hátt upp völlinn er auðveldlega hægt að breyta því í hálfgert 2-6-2 leikkerfi og möguleiki að Arnar haldi því áfram. Á morgun munum við reyna spá í spilin um hvað þeir sem aðhyllast „gamla skólann“ munu gera í sumar. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sjá meira
Þó svo að það sé óvíst hvenær Pepsi Max deild karla muni hefjast og undirbúningur liðanna verði nokkuð óvanalegur næstu vikur er ljóst að það er mikil spenna í loftinu fyrir komandi leiktíð. Rúnar Kristinsson og KR-ingar urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð en liðið hefur ekki enn varið titil undir stjórn Rúnars. Heimir Guðjónsson kominn aftur í deildina og Ólafur Jóhannesson er farinn til Stjörnunnar. Þarf reiknivél til að reikna út hversu marga Íslandsmeistaratitla þeir eiga til samans. Fyrir hjá Stjörnunni er Rúnar Páll Sigmundsson sem var við stjórnvölin er liðið vann sinn eina Íslandsmeistaratitil í sögunni og þá ætla FH-ingar sér stóra hluti. Þá má ekki gleyma tveimur liðum sem nær allir sófasérfræðingar landsins telja að muni blanda sér toppbaráttu deildarinnar. Það eru Víkingur og Breiðablik en þau skera sig nokkuð frá öðrum liðum sem er spáð toppbaráttu í sumar. Stærsta spurningin í ár er einfaldlega hvort hinn umtalaði „nýi skóli“ muni hafi betur gegn hinum þaulreynda „gamla skóla.“ Hugtökin tvö eru álíka klisjukennd og hin klassíska „við tökum einn leik í einu“ yfirlýsing sem margir styðjast enn við að leik loknum. Hér að neðan rennum við yfir hinn svokallaða „nýja skóla“ og við hverju má búast á komandi leiktíð frá þeim liðum sem aðhyllast hann. Á morgun verður svo farið yfir hinn hefðbundna „gamla skóla.“ Nýi skólinn (Breiðablik og Víkingur) Það keppast allir við að setja stimpil á allt þessa dagana. Það að spila út frá markverði og í gegnum pressu mótherja án þess að lyfta boltanum yfir miðju er núna kallað „nýi skólinn.“ Eflaust má færa góð rök fyrir því að um rangnefni sé að ræða þar sem þetta er ekki nýtt af nálinni þó þetta hafi ekki verið reynt neitt sérstaklega hér heima. Í dag má tengja bæði Víking og Breiðablik við hugtakið en hverju má reikna með frá þeim í sumar? Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga og stefnir hann á toppbaráttu í sumar.Vísir/Daníel Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild sem þjálfari og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Eftir að hafa skilað Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum, og þar með upp í Pepsi Max deildina þá söðlaði hann um og tók við Breiðablik fyrr í vetur. Árangur Óskars hjá Gróttu var sérstaklega merkilegur fyrir þær sakir að hann byggði liðið upp á ungum og efnilegum leikmönnum, líkt og Arnar hjá Víkingum. Þá var enginn leikmaður liðsins á launaskrá. Nú er Óskar mættur í klúbb sem á sér talsverða sögu í efstu deild og hefur verið viðloðandi toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Hann þarf því bæði að spila árangursríkan fótbolta sem og að skila sigrum í hús. Það er enn óljóst hvaða leikkerfi Blikar munu spila í sumar en einn leikmaður liðsins sagði að það væri hægt að tala um „3-6-1 eða jafnvel 2-6-2 þó svo að á pappír væri þetta eflaust titlað sem 3-4-1-2.“ Þessi leikkerfi telja aðeins 10 leikmenn en eins og skjáskotið hér að neðan sýnir má sjá að Anton Ari Einarsson, markvörður liðsins, ætti í raun að teljast með þegar Breiðablik er með boltann. Það verður einkar forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Blikar útfæra þetta í sumar. Þá sérstaklega gegn betri liðunum í deildinni eða þá Evrópukeppni. Excuse the terrible quality but if there's ever an image to prove the point below (@BreidablikFC against Norkopping), Anton Ari might as well be playing as part of a back 3. Love it. #fotboltinet https://t.co/xufmfns3EQ pic.twitter.com/6hmcMThAmC— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) February 17, 2020 Undirritaður getur staðfest að bæði Óskar Hrafn sem og Gunnleifur Gunnleifsson, sem er nú varamarkvörður Blika, vilja helst reyna sleppa varnarvegg við öll tilefni og því er það eitthvað sem við gætum séð Blika prófa á komandi sumri. Hvort arftaki Óskars hjá Gróttu haldi áfram á sömu braut verður að koma í ljós en Ágúst Gylfason, fyrrum þjáfari Breiðabliks tók við. Hans lið eru oft einkar beinskeytt en þó með góðum árangri. Til að mynda gekk Breiðablik afar vel undir hans stjórn. Grótta er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og reikna margir með löngu og ströngu sumri hjá Seltirningum. Arnar Gunnlaugsson gerði Víkinga að Mjólkurbikarmeisturum á síðustu leiktíð. Þeirra fyrsti bikartitill í hartnær hálfa öld. Hann hefur sagt að markmiðið sé að ógna toppliðum deildarinnar á komandi tímabili. Víkingsliðið var síbreytilegt á síðustu leiktíð og var Arnar lengi að móta leikmannahóp sinn. Það var hins vegar alltaf ljóst hvað planið var. Að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta með unga og efnilega leikmenn í fararbroddi. Guðmundur Andri Tryggvason átti gott sumar í liði Víkings en hann er nú farinn aftur til Noregs þar sem hann var aðeins á láni frá Start. Ingvar Jónsson, markvörður, er snúinn heim eftir dvöl í atvinnumennsku undanfarin ár. Hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið og mun eflaust styrkja liðið þó svo að Þórður Ingason hafi átt góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð. Þá er Helgi Guðjónsson genginn í raðir Víkinga en hann kemur frá Fram. Hann er óreyndur í efstu deild en það hefur ekki stöðvað Arnar til þessa. Reikna má með því að hann komi inn í liðið fyrir Guðmund Andra. Þá eru Víkingar að reyna fá Kwame Quee frá Blikum en hann lék síðari hluta síðustu leiktíðar með Víkingum eftir að hafa komið á láni. Líkt og með Blika þá er einkar erfitt að setja fingurinn á hvaða leikkerfi Víkingar ætla sér að spila í sumar. Þeir hafa leikið 4-3-3, 4-4-2 með tígulmiðju og 3-5-2 á undirbúningstímabilinu. Á síðustu leiktíð voru þeir í 4-4-2 með tígulmiðju undir lok sumars og fór Arnar fögrum orðum um það leikkerfi. Með því að lyfta bakvörðum hátt upp völlinn er auðveldlega hægt að breyta því í hálfgert 2-6-2 leikkerfi og möguleiki að Arnar haldi því áfram. Á morgun munum við reyna spá í spilin um hvað þeir sem aðhyllast „gamla skólann“ munu gera í sumar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sjá meira