Bað kærustunnar í Iceland-verslun eftir að draumaferðinni til Íslands var aflýst Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 15:03 Bónorðið sem átti að vera á Íslandi varð að veruleika í Iceland-verslun. Twitter/Iceland Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira