LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:45 LeBron hefur verið frábær í liði Lakers í vetur. Nú svarar hann spurningum aðdáenda til að drepa tímann. Chris Elise/NBAE/Getty Images LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira