Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Kjartan Kjartansson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. mars 2020 20:09 Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27
Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16