Fær ekki að hitta eiginkonu sína til sextíu ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2020 21:30 Birgir Guðjónsson læknir Sigurjón Ólason „Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
„Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á. Eiginkona Birgis Guðjónssonar hefur síðustu misseri dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund en hún er með alzheimer. „Ég er hjá henni alltaf eftirmiðdaginn og borða með henni um helgar. Þannig að ég hef séð hana hvern einasta dag síðan að hún lenti á stofnun sem eru næstum tvö ár núna,“ segir Birgir. Hefur ekki hitt hana í tvær vikur Fyrir um hálfum mánuði var sett á heimsóknarbann á sjúkrastofnanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það bann gildir meðal annars á hjúkrunarheimilinu Grund. Birgir hefur því ekki getað hitt eiginkonu sína síðan þá og hefur það reynst honum mjög erfitt. Birgir segist skilja það að settar séu takmarkanir á heimsóknir ættingja af ótta við smit. „Ég hefði tekið þátt í að skipuleggja takmarkanir. Það er sjálfsagt að tryggja það að fólk sé sæmilega heilbrigt. Bæði hversu oft og svona má koma en að útiloka svona alveg það er brútalt,“ segir Birgir. Hann segir ástand margra íbúa þannig að lausnir eins og snjalltæki nýtist lítið. Birgir er læknir að mennt og segir hann margt skjóta skökku við þegar kemur að banninu. Til að mynda fari fjöldi starsmanna inn og út af hjúkrunarheimilunum á meðan ættingjar fá ekki að koma inn. „Læknisfræðilega stenst þetta ekki því að þetta er bundið við mjög afmarkaða hópa en það er fjöldi annarra sem mun þurfa að ganga um og koma utan að og þá er eins mikil smithætta hjá þeim,“ segir Birgir. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar.Vísir/Egill Margir reiðir og sárir vegna bannsins Heimsóknabannið hefur áhrif á fjölda fólks um allt land en yfir tvö þúsund manns dvelja á hjúkrunarheimilum á landinu öllu. Þetta fólk fær ekki að hitta ættingja sína núna. „Flestir sýna þessu skilning. Margir eru reiðir, sárir, svekktir út í okkur og ég skil þær tilfinningar fullkomlega og hef samúð með þeim en á meðan að landlæknir og sóttvarnalæknir gefa út þessar leiðbeiningar um það að vera með heimsóknarbann þá hlýtum við því,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar heimilanna. Gísli segir að aðeins séu gefnar undanþágurnar frá banninu þegar fólk er komið í lífslokameðferð. Birgir sér ekki fram á að hitta eiginkonu sína næstu vikurnar. Hann óttast að henni geti farið aftur þar sem hún fær ekki að hitta fjölskylduna svona lengi. Þegar hún hitti hann síðast þá mundi hún varla nöfn barnanna þeirra þriggja. „Það er mikið af góðu starfsfólki og það er vel séð um hvern einstakling en það getur enginn komið í staðinn fyrir ástvin,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39 Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar. 9. mars 2020 20:39
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50