Skaut óvopnaðan mann þrisvar sinnum og vísað úr hernum átta árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 15:50 Maðurinn var óvopnaður og hlýddi tilæmlum þegar hann var skotinn þrisvar sinnum. Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins. Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins.
Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42