„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 09:30 Kevin Durant hefur ekkert getað spilað með Brooklyn Nets á tímabilinu þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slitið hásin í lok síðasta tímabils. Getty/Mike Lawrie Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22