Binda vonir við að íslensk uppfinning geti nýst í rannsóknum tengdum Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 20:57 Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Rob Carr/Getty Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira