Innlent

Hjúkrunar­fræðingur á bráða­mót­töku hefur greinst með smit

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru 164 starfsmenn Landspítalans nú í sóttkví og tuttugu í einangrun.
Alls eru 164 starfsmenn Landspítalans nú í sóttkví og tuttugu í einangrun. Vísir/vilhelm

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi hefur verið greindur með kórónuveiruna og er nú unnið að því að rekja ferðir hans að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að líklega þurfi tveir til þrír starfsmenn bráðamóttöku til viðbótar að fara í sóttkví vegna þessa.

Þá segir einnig í blaðinu af smiti á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans en þar hafa fjórir verið sendir í sóttkví.

Alls eru 164 starfsmenn Landspítalans nú í sóttkví og tuttugu í einangrun.


Tengdar fréttir

Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur

Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×