Alþingi komið á neyðaráætlun Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 20:49 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira