Á dagskrá í dag: Körfuboltakvöld, goðsagnir efstu deildar og rafíþróttir Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 06:00 Domino´s körfuboltakvöld er á dagskránni í kvöld. Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira