Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 19:07 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23
„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15