Hvetur fólk til þess að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki annað kvöld Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 18:17 Kamilla Ósk Heimisdóttir fékk hugmyndina eftir að hafa séð sambærilegt framtak í Portúgal. Hún vonar að sem flestir taki þátt. Vísir/Getty Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20
Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00