Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:46 Eldur kom upp á Pablo Discobar. vísir Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni. Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni.
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55
Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27
Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30