Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 16:02 Íbúprófen er í mikilli notkun hér á landi. Getty/picture alliance Nokkuð hefur verið staðhæfingar þess efnis síðustu daga að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist. Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þar er vísað til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu sem er sögð fylgjast með grannt með málum og fara vel yfir allar nýjar upplýsingar á þessu sviði. Fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar að „ekkert bendir til að svo komnu máli, að ástæða sé til að hætta notkun íbúprófens. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga sem taka íbúprófen eða önnur NSAID-lyf að staðaldri við langvinnum sjúkdómum, svo sem liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum.“ Q: Could #ibuprofen worsen disease for people with #COVID19?A: Based on currently available information, WHO does not recommend against the use of of ibuprofen. pic.twitter.com/n39DFt2amF— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 18, 2020 Þá er sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja sögð vinna að endurmati á lyfjunum íbúprófen og ketóprófen. Það endurmat hófst í kjölfar vísbendinga um að sýkingar af völdum hlaupabóluveirunnar og sumra baktería, ágerðust við notkun slíkra bólgueyðandi lyfja. Lyfjastofnun segir nú þegar vera tekið fram í upplýsingum margra bólgueyðandi lyfja sem eru ekki sterar, á borð við íbúprófen, að „bólgueyðandi áhrif þeirra kunni að dylja einkenni versnandi sýkingar.“ Nú skoðar umrædd sérfræðinefnd öll tiltæk gögn til að meta hvort nýrra leiðbeininga sé þörf. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í gær var Alma Möller landlæknir spurð út í þessar staðhæfingar um lyf á orð við íbúprófen. Þar sagði hún að embættið væri að fylgjast með þessari umræðu og væri með það til skoðunar. Upplýst yrði betur um málið þegar hún væri komin með frekari upplýsingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Nokkuð hefur verið staðhæfingar þess efnis síðustu daga að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist. Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þar er vísað til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu sem er sögð fylgjast með grannt með málum og fara vel yfir allar nýjar upplýsingar á þessu sviði. Fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar að „ekkert bendir til að svo komnu máli, að ástæða sé til að hætta notkun íbúprófens. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga sem taka íbúprófen eða önnur NSAID-lyf að staðaldri við langvinnum sjúkdómum, svo sem liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum.“ Q: Could #ibuprofen worsen disease for people with #COVID19?A: Based on currently available information, WHO does not recommend against the use of of ibuprofen. pic.twitter.com/n39DFt2amF— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 18, 2020 Þá er sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja sögð vinna að endurmati á lyfjunum íbúprófen og ketóprófen. Það endurmat hófst í kjölfar vísbendinga um að sýkingar af völdum hlaupabóluveirunnar og sumra baktería, ágerðust við notkun slíkra bólgueyðandi lyfja. Lyfjastofnun segir nú þegar vera tekið fram í upplýsingum margra bólgueyðandi lyfja sem eru ekki sterar, á borð við íbúprófen, að „bólgueyðandi áhrif þeirra kunni að dylja einkenni versnandi sýkingar.“ Nú skoðar umrædd sérfræðinefnd öll tiltæk gögn til að meta hvort nýrra leiðbeininga sé þörf. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í gær var Alma Möller landlæknir spurð út í þessar staðhæfingar um lyf á orð við íbúprófen. Þar sagði hún að embættið væri að fylgjast með þessari umræðu og væri með það til skoðunar. Upplýst yrði betur um málið þegar hún væri komin með frekari upplýsingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira